Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Árni Sæberg skrifar 20. mars 2025 11:38 Björn Scheving Thorsteinsson er forsvarsmaður Lyfjablóms ehf. Vísir/RAX Forsvarsmaður Lyfjablóms ehf., sem staðið hefur í umfangsmiklum málaferlum undanfarin ár, furðar sig á því að Sólveig Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, neiti að veita upplýsingar sem máli gætu skipt varðandi málshöfðun á hendur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis banka. Björn Scheving Thorsteinsson hefur undanfarin ár staðið í málaferlum sem varða talsverð auðævi fjölskyldu hans, sem fóru forgörðum í svokölluðu Gnúpsmáli nokkrum mánuðum fyrir efnahagshrun. Það hefur hann gert í gegnum Lyfjablóm ehf., fjölskyldufyrirtækið sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., í höfuðið á afa hans. Fer á eftir starfsmönnum Glitnis Kröfum sínum hefur Björn einkum beint að Sólveigu Guðrúnu, sem situr í óskiptu búi Kristins Björnssonar, heitins eiginmanns hennar og móðurbróður Björns, og Þórði Má Jóhannessyni, viðskiptafélaga Kristins í fjárfestingafélaginu Gnúpi. Þau hafa verið sýknuð í öllum þeim málum sem Björn hefur höfðað á hendur þeim hingað til. Björn er þó hvergi af baki dottinn. Hann hefur lýst því yfir að hann ætli með málin fyrir endurupptökudóm og nú íhugar hann að höfða mál á hendur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis banka. Kannast ekki við undirritun Í samtali við Vísi segir Björn að hann íhugi málsókn á hendur starfsmönnunum fyrrverandi vegna meintrar skaðabótaskyldrar háttsemi í tengslum við rekstur Lyfjablóms en starfsmennirnir hafi komið að málefnum félagsins á árunum fyrir og í kringum hrun. Áður en mál verður höfðað þurfi að fá ýmis atriði á hreint, meðal annars sem snúa að undirritun allra eigenda Lyfjablóms á sjálfskuldarábyrgð vegna tæplega 260 milljóna króna peningamarkaðsláns Glitnis til handa Lyfjablómi í júlí árið 2007. Björn segir Kristin hafa slegið lánið án vitneskju annarra eigenda félagsins og þvert á samþykktir þess. Björn segir þrjá eigendur, móður hans og tvær systur hennar, ekki kannast við að hafa undirritað umrætt skjal, sem vottað er af Sólveigu Guðrúnu. Þá bendir hann á að athyglisvert verði að teljast að Glitnir hafi farið fram á sjálfskuldarábyrgð vegna 260 milljóna króna láns, þegar eigur félagsins töldu vel á annan tug milljarða króna. Sendi fyrirspurn árið 2021 en fékk nú fyrst neitun Björn segir að lögmaður hans hafi sent fyrirspurn til Sólveigar Guðrúnar árið 2021, þar sem þess var óskað að hún svaraði nokkrum spurningum um vottun hennar á sjálfskuldarábyrgðaryfirlýsingu systkinanna. „Með hliðsjón af ofangreindu er þess í fyrsta lagi óskað að þér upplýsið hvort þér kannist við að hafa undirritað umrædda yfirlýsingu sem vottur á undirskrift umbjóðanda míns og með því hafi eiginmaður yðar heitinn gengist undir sjálfskuldarábyrgð vegna framangreinds peningamarkaðsláns. Ef svarið er játandi er þess góðfúslega óskað að þér upplýsið hvar undirritun þessi hafi farið fram og hvort að þér hafið verið viðstödd þegar undirritun umbjóðanda míns á að hafa farið fram. Í þriðja lagi er þess óskað að þér upplýsið hvernig það hafi komið til að þér gerðust vitundarvottur á umræddri yfirlýsingu, m.a. hver hafi komið ósk þeirri á framfæri við þig að votta umrætt skjal.“ Björn segir að þessari fyrirspurn hafi ekki verið svarað. Því hafi hann falið öðrum lögmanni að senda ítrekun á fyrirspurninni til Sólveigar Guðrúnar þann 4. mars síðastliðinn. Í báðum fyrirspurnum hafi verið tekið fram að yrði þeim ekki svarað yrði Sólveig Guðrún kölluð fyrir héraðsdóm til skýrslutöku í svokölluðu vitnamáli. Svar við seinni fyrirspurninni hafi borist þremur dögum seinna frá lögmanni Sólveigar Guðrúnar. Hermi upp á Sólveigu Guðrúnu hlutdeild í glæp Í svarbréfi lögmanns Sólveigar Guðrúnar segir að af útlistun í bréfum lögmannanna tveggja sé ljóst að Björn hafi verið að herma upp á Sólveigu Guðrúnu einhvers konar hlutdeild í refsiverðri háttsemi, sem eigi að hafa átt sér stað fyrir ríflega sautján árum. „Fullyrt er í bréfunum, án útskýringar, að umbjóðandi ykkar eigi lögvarða hagsmuni af því að komast að „sannleikanum" um þau atvik.“ Þá segir að Sólveig Guðrún hafi ekki hafa hvorki verið stjórnarmaður í félaginu á þeim tíma sem um ræðir né haft nokkra aðkomu að því að sjá um eftirlit með fjárreiðum og bókhaldi félagsins. Tjáir sig ekki um meinta refsiverða háttsemi Í bréfi lögmanns Sólveigar segir að umrædd yfirlýsing um sjálfskuldarábyrgð hafi verið til umfjöllunar í dómsmáli sem höfðað var á hendur Sólveigu Guðrúnu árið 2021. Í dóminum er fjallað stuttlega um umrædda yfirlýsingu í yfirferð yfir málavexti og ítarlegar í yfirferð yfir málsástæður stefnanda en ekki í forsendu- og niðurstöðukafla dómsins. „Af reifun málsins í stefnu þess máls og efni bréfa þinna er ljóst að umbjóðandi þinn brigslar umbjóðendum mínum nú um einhvers konar hlutdeild í refsiverðri háttsemi, sem þau vísa algerlega á bug. Umbjóðendur mínir vísa til 3. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991 og munu ekki leitast við að rifja upp þau atvik sem gerð eru að umtalsefni í fyrirspurnarbréfum ykkar og áttu sér stað fyrir meira en 17 árum síðan,“ segir í lok svarbréfs lögmanns Sólveigar Guðrúnar. Í ákvæðinu sem vísað er til segir að heimild til að leita sönnunar um atvik fyrir dómi með vitnaleiðslu verði ekki beitt til að afla sannana um refsiverða háttsemi þar sem ákæruvaldið ætti sókn sakar. Segir liggja fyrir að skjalið sé falsað Í samtali við Vísi segir Björn að Lyfjablóm muni vegna þessa birta Sólveigu Guðrúnu vitnastefnu. „Fyrir liggur að systur Kristins, sem mynduðu meirihluta stjórnar félagsins á þessum tima geta ekki útskýrt undirritun sína á umræddu skjali en gögn málsins bera það með sér að verið sé að ganga frá þessum skjölum í oktober 2007 til að koma skjalagerð innan Glitnis á lögmælt form varðandi ýmsar lánveitingar bankans til félagsins. Lyfjablómi er því nauðugur einn kostur að stefna Sólveigu í vitnamál til að leiða sannleikann fram varðandi vottun hennar á fyrrgreindu skjali sem gögn málsins bera með sér að sé falsað.“ Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Hrunið Dómsmál Tengdar fréttir Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni fjárfestis og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur fyrrverandi ráðherra. Hæstiréttur telur málið ekki hafa nægilega almennt gildi og ekkert bendi til þess að dómur Landsréttar sé rangur. 26. febrúar 2025 10:25 Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Þórður Már Jóhannesson fjárfestir segir allar staðhæfingar Björns Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Lyfjablóms, í tengslum við atvika er varða fjárfestingarfélagið Gnúp á árunum fyrir hrun fullkomlega tilhæfulausar. Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms vegna málsins. 26. febrúar 2025 13:06 Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Lögreglan rannsakar nú tvo menn vegna meints ljúgvitnis fyrir dómi í máli félagsins Lyfjablóms gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu G. Pétursdóttur, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms. 28. nóvember 2024 11:25 Mest lesið Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Viðskipti innlent Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Hersir til Símans Viðskipti innlent Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Samstarf Fleiri fréttir Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Sjá meira
Björn Scheving Thorsteinsson hefur undanfarin ár staðið í málaferlum sem varða talsverð auðævi fjölskyldu hans, sem fóru forgörðum í svokölluðu Gnúpsmáli nokkrum mánuðum fyrir efnahagshrun. Það hefur hann gert í gegnum Lyfjablóm ehf., fjölskyldufyrirtækið sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., í höfuðið á afa hans. Fer á eftir starfsmönnum Glitnis Kröfum sínum hefur Björn einkum beint að Sólveigu Guðrúnu, sem situr í óskiptu búi Kristins Björnssonar, heitins eiginmanns hennar og móðurbróður Björns, og Þórði Má Jóhannessyni, viðskiptafélaga Kristins í fjárfestingafélaginu Gnúpi. Þau hafa verið sýknuð í öllum þeim málum sem Björn hefur höfðað á hendur þeim hingað til. Björn er þó hvergi af baki dottinn. Hann hefur lýst því yfir að hann ætli með málin fyrir endurupptökudóm og nú íhugar hann að höfða mál á hendur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis banka. Kannast ekki við undirritun Í samtali við Vísi segir Björn að hann íhugi málsókn á hendur starfsmönnunum fyrrverandi vegna meintrar skaðabótaskyldrar háttsemi í tengslum við rekstur Lyfjablóms en starfsmennirnir hafi komið að málefnum félagsins á árunum fyrir og í kringum hrun. Áður en mál verður höfðað þurfi að fá ýmis atriði á hreint, meðal annars sem snúa að undirritun allra eigenda Lyfjablóms á sjálfskuldarábyrgð vegna tæplega 260 milljóna króna peningamarkaðsláns Glitnis til handa Lyfjablómi í júlí árið 2007. Björn segir Kristin hafa slegið lánið án vitneskju annarra eigenda félagsins og þvert á samþykktir þess. Björn segir þrjá eigendur, móður hans og tvær systur hennar, ekki kannast við að hafa undirritað umrætt skjal, sem vottað er af Sólveigu Guðrúnu. Þá bendir hann á að athyglisvert verði að teljast að Glitnir hafi farið fram á sjálfskuldarábyrgð vegna 260 milljóna króna láns, þegar eigur félagsins töldu vel á annan tug milljarða króna. Sendi fyrirspurn árið 2021 en fékk nú fyrst neitun Björn segir að lögmaður hans hafi sent fyrirspurn til Sólveigar Guðrúnar árið 2021, þar sem þess var óskað að hún svaraði nokkrum spurningum um vottun hennar á sjálfskuldarábyrgðaryfirlýsingu systkinanna. „Með hliðsjón af ofangreindu er þess í fyrsta lagi óskað að þér upplýsið hvort þér kannist við að hafa undirritað umrædda yfirlýsingu sem vottur á undirskrift umbjóðanda míns og með því hafi eiginmaður yðar heitinn gengist undir sjálfskuldarábyrgð vegna framangreinds peningamarkaðsláns. Ef svarið er játandi er þess góðfúslega óskað að þér upplýsið hvar undirritun þessi hafi farið fram og hvort að þér hafið verið viðstödd þegar undirritun umbjóðanda míns á að hafa farið fram. Í þriðja lagi er þess óskað að þér upplýsið hvernig það hafi komið til að þér gerðust vitundarvottur á umræddri yfirlýsingu, m.a. hver hafi komið ósk þeirri á framfæri við þig að votta umrætt skjal.“ Björn segir að þessari fyrirspurn hafi ekki verið svarað. Því hafi hann falið öðrum lögmanni að senda ítrekun á fyrirspurninni til Sólveigar Guðrúnar þann 4. mars síðastliðinn. Í báðum fyrirspurnum hafi verið tekið fram að yrði þeim ekki svarað yrði Sólveig Guðrún kölluð fyrir héraðsdóm til skýrslutöku í svokölluðu vitnamáli. Svar við seinni fyrirspurninni hafi borist þremur dögum seinna frá lögmanni Sólveigar Guðrúnar. Hermi upp á Sólveigu Guðrúnu hlutdeild í glæp Í svarbréfi lögmanns Sólveigar Guðrúnar segir að af útlistun í bréfum lögmannanna tveggja sé ljóst að Björn hafi verið að herma upp á Sólveigu Guðrúnu einhvers konar hlutdeild í refsiverðri háttsemi, sem eigi að hafa átt sér stað fyrir ríflega sautján árum. „Fullyrt er í bréfunum, án útskýringar, að umbjóðandi ykkar eigi lögvarða hagsmuni af því að komast að „sannleikanum" um þau atvik.“ Þá segir að Sólveig Guðrún hafi ekki hafa hvorki verið stjórnarmaður í félaginu á þeim tíma sem um ræðir né haft nokkra aðkomu að því að sjá um eftirlit með fjárreiðum og bókhaldi félagsins. Tjáir sig ekki um meinta refsiverða háttsemi Í bréfi lögmanns Sólveigar segir að umrædd yfirlýsing um sjálfskuldarábyrgð hafi verið til umfjöllunar í dómsmáli sem höfðað var á hendur Sólveigu Guðrúnu árið 2021. Í dóminum er fjallað stuttlega um umrædda yfirlýsingu í yfirferð yfir málavexti og ítarlegar í yfirferð yfir málsástæður stefnanda en ekki í forsendu- og niðurstöðukafla dómsins. „Af reifun málsins í stefnu þess máls og efni bréfa þinna er ljóst að umbjóðandi þinn brigslar umbjóðendum mínum nú um einhvers konar hlutdeild í refsiverðri háttsemi, sem þau vísa algerlega á bug. Umbjóðendur mínir vísa til 3. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991 og munu ekki leitast við að rifja upp þau atvik sem gerð eru að umtalsefni í fyrirspurnarbréfum ykkar og áttu sér stað fyrir meira en 17 árum síðan,“ segir í lok svarbréfs lögmanns Sólveigar Guðrúnar. Í ákvæðinu sem vísað er til segir að heimild til að leita sönnunar um atvik fyrir dómi með vitnaleiðslu verði ekki beitt til að afla sannana um refsiverða háttsemi þar sem ákæruvaldið ætti sókn sakar. Segir liggja fyrir að skjalið sé falsað Í samtali við Vísi segir Björn að Lyfjablóm muni vegna þessa birta Sólveigu Guðrúnu vitnastefnu. „Fyrir liggur að systur Kristins, sem mynduðu meirihluta stjórnar félagsins á þessum tima geta ekki útskýrt undirritun sína á umræddu skjali en gögn málsins bera það með sér að verið sé að ganga frá þessum skjölum í oktober 2007 til að koma skjalagerð innan Glitnis á lögmælt form varðandi ýmsar lánveitingar bankans til félagsins. Lyfjablómi er því nauðugur einn kostur að stefna Sólveigu í vitnamál til að leiða sannleikann fram varðandi vottun hennar á fyrrgreindu skjali sem gögn málsins bera með sér að sé falsað.“
Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Hrunið Dómsmál Tengdar fréttir Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni fjárfestis og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur fyrrverandi ráðherra. Hæstiréttur telur málið ekki hafa nægilega almennt gildi og ekkert bendi til þess að dómur Landsréttar sé rangur. 26. febrúar 2025 10:25 Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Þórður Már Jóhannesson fjárfestir segir allar staðhæfingar Björns Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Lyfjablóms, í tengslum við atvika er varða fjárfestingarfélagið Gnúp á árunum fyrir hrun fullkomlega tilhæfulausar. Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms vegna málsins. 26. febrúar 2025 13:06 Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Lögreglan rannsakar nú tvo menn vegna meints ljúgvitnis fyrir dómi í máli félagsins Lyfjablóms gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu G. Pétursdóttur, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms. 28. nóvember 2024 11:25 Mest lesið Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Viðskipti innlent Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Hersir til Símans Viðskipti innlent Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Samstarf Fleiri fréttir Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Sjá meira
Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni fjárfestis og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur fyrrverandi ráðherra. Hæstiréttur telur málið ekki hafa nægilega almennt gildi og ekkert bendi til þess að dómur Landsréttar sé rangur. 26. febrúar 2025 10:25
Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Þórður Már Jóhannesson fjárfestir segir allar staðhæfingar Björns Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Lyfjablóms, í tengslum við atvika er varða fjárfestingarfélagið Gnúp á árunum fyrir hrun fullkomlega tilhæfulausar. Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms vegna málsins. 26. febrúar 2025 13:06
Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Lögreglan rannsakar nú tvo menn vegna meints ljúgvitnis fyrir dómi í máli félagsins Lyfjablóms gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu G. Pétursdóttur, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms. 28. nóvember 2024 11:25
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent