„Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2025 10:32 Iga Swiatek hefur unnið fimm risamót á ferlinum, þar af Opna franska meistaramótið fimm sinnum. getty/CLIVE BRUNSKILL Pólska tenniskonan Iga Swiatek furðar sig á umfjölluninni um sig eftir atvik á Indian Wells mótinu. Hún segist annað hvort vera sögð vélræn eða móðursjúk. Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi. Tennis Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Sjá meira
Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi.
Tennis Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Sjá meira