„Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2025 10:32 Iga Swiatek hefur unnið fimm risamót á ferlinum, þar af Opna franska meistaramótið fimm sinnum. getty/CLIVE BRUNSKILL Pólska tenniskonan Iga Swiatek furðar sig á umfjölluninni um sig eftir atvik á Indian Wells mótinu. Hún segist annað hvort vera sögð vélræn eða móðursjúk. Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi. Tennis Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi.
Tennis Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð