Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2025 14:49 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður Lengsta undirbúningstímabils í heimi. stöð 2 sport Þriðja þáttaröð af Lengsta undirbúningstímabili í heimi hefst í kvöld. Í fyrsta þættinum verða nýliðar Aftureldingar í Bestu deild karla teknir fyrir. Eins og fyrstu tveimur þáttaröðunum af LUÍH verða sex lið tekin fyrir í þriðju þáttaröðinni; karlalið ÍBV, Aftureldingar og FH og kvennalið Þróttar, Þórs/KA og FHL. Baldur Sigurðsson er höfundur þáttanna ásamt Ólafi Þór Chelbat. Í fyrsta þættinum sem verður sýndur klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport í kvöld er Afturelding í aðalhlutverki. Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru áberandi í þættinum. Í klippunni hér fyrir neðan rifjar Jökull upp skemmtilega sögu af þorrablóti Aftureldingar. Bróðir hans manaði hann þá til að fara upp á svið með Audda og Steinda. Þar sem tíu þúsund krónur voru í boði var Jökull ekki lengi að ákveða sig og rauk upp á svið með bikarinn sem Afturelding fékk fyrir að vinna Keflavík í úrslitaleik umspils síðasta haust. „Ég var með bikarinn fyrir framan þúsund manns. Það var mögulega besta móment lífs míns,“ sagði Jökull. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Afturelding Þetta er bara fótbolti Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Baldur um þriðju þáttaröðina af LUÍH og við hverju áhorfendur mega búast. „Það er nýjung að hafa stelpurnar með og ég verð að segja að það er mjög góð og jákvæð breyting, sjá aðeins inn í þeirra heim. FHL er úti á landi og það eru venjulega uppáhalds þættirnir mínir. Það er mikil spenna hjá þeim en væntanlega krefjandi tímabil,“ sagði Baldur. En sá hann einhvern mun á því hvernig karlar og konur eru þjálfaðar? „Nei, ég gerði það ekki. Við reynum að spyrja þjálfarana að því en þetta er ekki mikill munur. Þetta er bara fótbolti. Það er ótrúlega gaman að fá innsýn og talandi við þær held ég að deildin kvennamegin í sumar verði mjög spennandi,“ sagði Baldur. Endaði í tognun Hann segir að grunnurinn að þáttunum sé sá sami og áður en einhverjar nýjungar bætist alltaf við. Klippa: LUÍH - Viðtal við Baldur „Konseptið heldur sér. Við fáum innsýn inn í aðstöðu félaganna. Við tölum við þjálfarana og valda leikmenn. Svo hef ég verið að fara í lyftingarnar á síðustu tveimur tímabilum en geri það ekki í ár. En við reynum að krydda það aðeins og breyta til og ég fer í létta boltakeppni með leikmönnum, mjög einfalda,“ sagði Baldur. „Þú talar um að vera með. Ég var með á einni æfingu, það vantaði mann, og það endaði í tognun. Þannig það er ein keppni sem ég næ ekki að vera með í,“ sagði Baldur léttur að lokum. Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
Eins og fyrstu tveimur þáttaröðunum af LUÍH verða sex lið tekin fyrir í þriðju þáttaröðinni; karlalið ÍBV, Aftureldingar og FH og kvennalið Þróttar, Þórs/KA og FHL. Baldur Sigurðsson er höfundur þáttanna ásamt Ólafi Þór Chelbat. Í fyrsta þættinum sem verður sýndur klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport í kvöld er Afturelding í aðalhlutverki. Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru áberandi í þættinum. Í klippunni hér fyrir neðan rifjar Jökull upp skemmtilega sögu af þorrablóti Aftureldingar. Bróðir hans manaði hann þá til að fara upp á svið með Audda og Steinda. Þar sem tíu þúsund krónur voru í boði var Jökull ekki lengi að ákveða sig og rauk upp á svið með bikarinn sem Afturelding fékk fyrir að vinna Keflavík í úrslitaleik umspils síðasta haust. „Ég var með bikarinn fyrir framan þúsund manns. Það var mögulega besta móment lífs míns,“ sagði Jökull. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Afturelding Þetta er bara fótbolti Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Baldur um þriðju þáttaröðina af LUÍH og við hverju áhorfendur mega búast. „Það er nýjung að hafa stelpurnar með og ég verð að segja að það er mjög góð og jákvæð breyting, sjá aðeins inn í þeirra heim. FHL er úti á landi og það eru venjulega uppáhalds þættirnir mínir. Það er mikil spenna hjá þeim en væntanlega krefjandi tímabil,“ sagði Baldur. En sá hann einhvern mun á því hvernig karlar og konur eru þjálfaðar? „Nei, ég gerði það ekki. Við reynum að spyrja þjálfarana að því en þetta er ekki mikill munur. Þetta er bara fótbolti. Það er ótrúlega gaman að fá innsýn og talandi við þær held ég að deildin kvennamegin í sumar verði mjög spennandi,“ sagði Baldur. Endaði í tognun Hann segir að grunnurinn að þáttunum sé sá sami og áður en einhverjar nýjungar bætist alltaf við. Klippa: LUÍH - Viðtal við Baldur „Konseptið heldur sér. Við fáum innsýn inn í aðstöðu félaganna. Við tölum við þjálfarana og valda leikmenn. Svo hef ég verið að fara í lyftingarnar á síðustu tveimur tímabilum en geri það ekki í ár. En við reynum að krydda það aðeins og breyta til og ég fer í létta boltakeppni með leikmönnum, mjög einfalda,“ sagði Baldur. „Þú talar um að vera með. Ég var með á einni æfingu, það vantaði mann, og það endaði í tognun. Þannig það er ein keppni sem ég næ ekki að vera með í,“ sagði Baldur léttur að lokum.
Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira