Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 11:30 Dan Burn setti mikinn kraft í skallann og fagnaðarlætin í kjölfarið. AFP/Henry Nicholls Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær af hverju hinn tæplega tveggja metra hái Dan Burn hefði ekki verið betur dekkaður áður en hann skoraði frábært skallamark á Wembley í gær. Hollendingurinn var með svör á reiðum höndum. Burn skoraði með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu Kieran Trippier rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, frekar utarlega úr teignum eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Alexis Mac Allister virtist hafa það hlutverk að dekka Burn en hann er rúmum tuttugu sentímetrum lægri en Burn og var auk þess ekki nálægt honum í skallanum. Slot var fljótur að benda á að færið hjá Burn hefði nú ekki verið betra en svo að vænt mörk úr svona stöðu væru með gildið 0,03. Liverpool notast við svæðisvörn í hornspyrnum og því dekka sterkustu skallamenn liðsins, menn eins og Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté, ákveðin svæði í stað þess að dekka ákveðna menn. Aldrei séð mann skora skallamark af svona færi „Ég endurtek að Newcastle á hrós skilið en ég get útskýrt þetta. Við spilum svæðisvörn svo það eru fimm menn að dekka svæði nærri markinu okkar. Ef að boltinn kemur þangað þá er alltaf einn af okkar sterkustu mönnum klár í að ráðast á boltann. Svo erum við með þrjá í því að dekka leikmenn og Macca er einn af þeim. Vanalega koma leikmenn eins og Dan Burn og fleiri inn í svæðin og ég held að hann sé undantekning því ég hef aldrei á ævinni séð leikmann skora skallamark af svona löngu færi, með svona krafti, í fjærhornið,“ sagði Slot. Arne Slot has explained why 5ft 9in Alexis Mac Allister man-marked 6ft 7in Dan Burn in the Carabao Cup finalhttps://t.co/tmZZNe4Z7A pic.twitter.com/EDXWluWLs6— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2025 „Þeir þurfa sem sagt að fara langt frá hættulegasta svæðinu, sem í 99 af 100 skiptum skilar ekki marki, eða þá að koma inn á svæðið okkar og í jafna baráttu þar ef svo má segja. Hann á hrós skilið. Ég held að hann sé einn af fáum sem geta skorað skallamark af svona færi,“ sagði Slot. Hollendingurinn sagði leikinn hafa spilast nákvæmlega eins og Newcastle vildi en liðið komst í 2-0 með marki frá Alexander Isak áður en Federico Chiesa náði að minnka muninn í uppbótartíma. „Leikurinn var hægur, lítil ákefð. Leikurinn fór nákvæmlega eins og þeir vildu, með mörgum einvígum og boltinn mikið í loftinu. Ef við spilum tíu leiki með boltann svona mikið í loftinu þá vinna þeir níu þeirra. Þetta leiddi til fyrra marksins þeirra og þess seinna,“ sagði Slot. Liverpool er nú úr leik í öllum keppnum nema úrvalsdeildinni þar sem liðið er með tólf stiga forskot á toppnum. Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Burn skoraði með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu Kieran Trippier rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, frekar utarlega úr teignum eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Alexis Mac Allister virtist hafa það hlutverk að dekka Burn en hann er rúmum tuttugu sentímetrum lægri en Burn og var auk þess ekki nálægt honum í skallanum. Slot var fljótur að benda á að færið hjá Burn hefði nú ekki verið betra en svo að vænt mörk úr svona stöðu væru með gildið 0,03. Liverpool notast við svæðisvörn í hornspyrnum og því dekka sterkustu skallamenn liðsins, menn eins og Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté, ákveðin svæði í stað þess að dekka ákveðna menn. Aldrei séð mann skora skallamark af svona færi „Ég endurtek að Newcastle á hrós skilið en ég get útskýrt þetta. Við spilum svæðisvörn svo það eru fimm menn að dekka svæði nærri markinu okkar. Ef að boltinn kemur þangað þá er alltaf einn af okkar sterkustu mönnum klár í að ráðast á boltann. Svo erum við með þrjá í því að dekka leikmenn og Macca er einn af þeim. Vanalega koma leikmenn eins og Dan Burn og fleiri inn í svæðin og ég held að hann sé undantekning því ég hef aldrei á ævinni séð leikmann skora skallamark af svona löngu færi, með svona krafti, í fjærhornið,“ sagði Slot. Arne Slot has explained why 5ft 9in Alexis Mac Allister man-marked 6ft 7in Dan Burn in the Carabao Cup finalhttps://t.co/tmZZNe4Z7A pic.twitter.com/EDXWluWLs6— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2025 „Þeir þurfa sem sagt að fara langt frá hættulegasta svæðinu, sem í 99 af 100 skiptum skilar ekki marki, eða þá að koma inn á svæðið okkar og í jafna baráttu þar ef svo má segja. Hann á hrós skilið. Ég held að hann sé einn af fáum sem geta skorað skallamark af svona færi,“ sagði Slot. Hollendingurinn sagði leikinn hafa spilast nákvæmlega eins og Newcastle vildi en liðið komst í 2-0 með marki frá Alexander Isak áður en Federico Chiesa náði að minnka muninn í uppbótartíma. „Leikurinn var hægur, lítil ákefð. Leikurinn fór nákvæmlega eins og þeir vildu, með mörgum einvígum og boltinn mikið í loftinu. Ef við spilum tíu leiki með boltann svona mikið í loftinu þá vinna þeir níu þeirra. Þetta leiddi til fyrra marksins þeirra og þess seinna,“ sagði Slot. Liverpool er nú úr leik í öllum keppnum nema úrvalsdeildinni þar sem liðið er með tólf stiga forskot á toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira