Fótbolti

„Við áttum skilið að vinna í dag“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liverpool v Newcastle United - Carabao Cup Final LONDON, ENGLAND - MARCH 16: Eddie Howe, the manager of Newcastle United F.C. celebrates with the trophy after wining the Carabao Cup Final between Liverpool and Newcastle United at Wembley Stadium on March 16, 2025 in London, England. (Photo by Sebastian Frej/MB Media/Getty Images)
Liverpool v Newcastle United - Carabao Cup Final LONDON, ENGLAND - MARCH 16: Eddie Howe, the manager of Newcastle United F.C. celebrates with the trophy after wining the Carabao Cup Final between Liverpool and Newcastle United at Wembley Stadium on March 16, 2025 in London, England. (Photo by Sebastian Frej/MB Media/Getty Images)

„Ég er mjög tilfinninganæmur núna og er búinn að vera það í allan dag, sem er ólíkt mér,“ sagði Eddie Howe, þjálfari Newcastle, eftir að liðið tryggði sér sinn fyrsta titil í sjötíu ár í dag.

Newcastle vann nokkuð sannfærandi 2-1 sigur gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Dan Burn og Alexander Isak skoruðu mörk Newcastle, sem hefðu þó getað verið fleiri. 

Þrátt fyrir nokkra yfirburði Newcastle í leiknum fengu Liverpool-menn líflínu þegar Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir liðið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Liðsmenn Newcastle fóru þó ekki á taugum og lönduðu titlinum.

„Við vissum vel hvað var undir. Hvað var undir fyrir alla stuðningsmennina okkar. Við vildum gera þá stolta og vinna þennan titil.“

„Ég er svo ánægður með úrslitin og frammistöðuna. Við áttum skilið að vinna í dag.“

„Það var erfitt að horfa upp á Liverpool skora. Ég var farinn að hugsa um famlengingu. Við gerum þetta aldrei auðvelt fyrir okkur og þetta var aldrei að fara að enda 2-0,“ sagði Howe að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×