Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2025 21:02 Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum leikara falla á sýningardag Þetta er Laddi, sem var frumsýnd 7. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi, í Borgarleikhúsinu, segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda. Leikarar hafa verið samningslausir í fjórtán mánuði. Viðræðum var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember en síðasti fundur hjá honum var 5. mars síðastliðinn. Formaður Félags íslenskra lekara og sviðslistafólks, FÍL, sagði í viðtali á Vísi í dag að Leikfélag Reykjavíkur hefði ekki sýnt neinn samningsvilja og að stjórn þess hefði brugðist hlutverki sínu. FÍL lagði fram tillögu á föstudag sem samninganefnd Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Leikfélagsins, hafnaði. Boðuð verkföll munu hafa mest áhrif á sýninguna Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum falla á sýningardag hennar, en hún var frumsýnd 7. mars. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar, segist auðvitað ekki spenntur fyrir verkföllum. „Ég hef aftur á móti ríkan skilning á stöðu leikara. Þetta er nú flókið á þessu heimili því konan mín er leikkona við Leikfélagið, Ester Talía, og er einn af fulltrúum leikara í samninganefnd þannig að víglínan liggur þvert í gegn um eldhúsið,“ segir Ólafur. Kostnaður við að fella niður sýningar of hár Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. Ólafur Egill segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að málið verði ekki leyst, enda hafi viðræður staðið lengi yfir. „Það hlýtur að styttast í að lausnin finnist. Kostnaður við að fella niður sýningar og hringja út alla sem eiga miða og finna nýjar dagsetningar hlýtur að slaga hátt upp í það sem stendur út af í samningaviðræðunum,“ segir hann. „Þannig að þau hljóta að finna lausn á þessu bara á morgun svo við getum haldið áfram með gleðina og Ladderíið.“ Leikhús Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Borgarleikhúsið Tengdar fréttir „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Leikarar hafa verið samningslausir í fjórtán mánuði. Viðræðum var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember en síðasti fundur hjá honum var 5. mars síðastliðinn. Formaður Félags íslenskra lekara og sviðslistafólks, FÍL, sagði í viðtali á Vísi í dag að Leikfélag Reykjavíkur hefði ekki sýnt neinn samningsvilja og að stjórn þess hefði brugðist hlutverki sínu. FÍL lagði fram tillögu á föstudag sem samninganefnd Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Leikfélagsins, hafnaði. Boðuð verkföll munu hafa mest áhrif á sýninguna Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum falla á sýningardag hennar, en hún var frumsýnd 7. mars. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar, segist auðvitað ekki spenntur fyrir verkföllum. „Ég hef aftur á móti ríkan skilning á stöðu leikara. Þetta er nú flókið á þessu heimili því konan mín er leikkona við Leikfélagið, Ester Talía, og er einn af fulltrúum leikara í samninganefnd þannig að víglínan liggur þvert í gegn um eldhúsið,“ segir Ólafur. Kostnaður við að fella niður sýningar of hár Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. Ólafur Egill segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að málið verði ekki leyst, enda hafi viðræður staðið lengi yfir. „Það hlýtur að styttast í að lausnin finnist. Kostnaður við að fella niður sýningar og hringja út alla sem eiga miða og finna nýjar dagsetningar hlýtur að slaga hátt upp í það sem stendur út af í samningaviðræðunum,“ segir hann. „Þannig að þau hljóta að finna lausn á þessu bara á morgun svo við getum haldið áfram með gleðina og Ladderíið.“
Leikhús Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Borgarleikhúsið Tengdar fréttir „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
„Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20
Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53
Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent