Fótbolti

Fjór­tán ára stelpa kom inn á í banda­rísku at­vinnu­manna­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mak Whitham fær ég kveðju og stuðning frá þjálfara sínum áður en hún hljóp inn á völlinn.
Mak Whitham fær ég kveðju og stuðning frá þjálfara sínum áður en hún hljóp inn á völlinn. @gothamfc

Hin fjórtán ára gamla Mak Whitham setti nýtt met í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta í nótt.

Whitham kom þá inn á sem varamaður hjá NJ/NY Gotham FC og varð yngsti leikmaðurinn í deildarleik í sögu NWSL deildarinnar.

Gotham liðið gerði þá 1-1 jafntefli á útivelli á móti Seattle Reign. Stelpan fékk ekki margar mínútur því hún kom inn á fyrir Esther González á 90. mínútu en spilaði rúmar sex mínútur af uppbótatíma.

Whitham fæddist 27. júlí árið 2010 og er því aðeins fjórtán ára og sjö mánaða gömul.

Whitham er búin að vera með atvinnumannasamning frá því í júlí í fyrra en hún skrifaði undir hann daginn fyrir fjórtán ára afmælisdaginn sinn.

Hún er auðvitað mjög efnileg en það ótrúlegt að hugsa til þess að hún getur spilað sem táningur í sex ár í bandarísku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×