Haaland kom Englandsmeisturum Manchester City yfir með marki af vítapunktinum strax á elleftu mínútu leiksins.
Heimamenn þurftu þó að sætta sig við 2-2 jafntefli eftir að hafa komist yfir í tvígang. Omar Marmoush skoraði seinni mark City, en Pervis Estupinan og sjálfsmark frá Abdoukodir Khusanov sáu til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín.
Haaland var þarna að skora sitt 84. mark í sínum 94. leik í ensku úrvalsdeildinni. Síðan hann kom í deildina hafeur hann einnig legt upp 16 mörk og hefur þar með komið að beinum hætti að hundrað mörkum í ensku úrvalsdeildinni.
Aldrei áður hefur leikmaður þurft jafn fáa leiki til að eiga beinan þátt í hundrað mörkum í ensku úrvalsdeildinni og Haaland er enn fremur sá fyrsti til að gera það í færri en hundrað leikjum.
Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, átti metið áður, en hann þurfti hundrað leiki til að koma með beinum hætti að hundrað mörkum.