Svört skýrsla komi ekki á óvart Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 12:54 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Síðan í október í fyrra hefur Barna- og fjölskyldustofa notað fangaklefa í lögreglustöðinni í Hafnarfirði sem neyðarvistunarúrræði. Neyðarvistunin var fram að því á meðferðarheimilinu Stuðlum en þar var eldsvoði í október þar sem sautján ára piltur lést. Í gær birtist kolsvört skýrsla frá Umboðsmanni Alþingis. Fangageymslan sé ekki viðeigandi vistunarstaður en ekkert þar bendi til þess að vista eigi barn í viðkvæmri stöðu þar. Úrræðið beri öll merki um að þar eigi að vista fullorðna við hátt öryggisstig, en þar eru hvorki gluggar, klukkur né speglar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segist fagna skýrslunni. Niðurstaða umboðsmanns komi ekki á óvart. „Eins og ég er margoft búin að segja, eftir að Stuðlar brunnu voru engin úrræði sem stóðust öryggiskröfur. Þess vegna hefur þetta úrræði verið notað í neyð. Og það er miður að það hafi þurft að gera það,“ segir Ásthildur. Neyðarvistunin á Stuðlum átti ekki að vera tilbúin fyrr en undir lok þessa árs. Hins vegar er búið að flýta vinnunni og álman ætti að opna í byrjun apríl. Þó einungis tvö herbergi. „Þetta átti ekki að vera tilbúið fyrr en í lok árs. Þetta hefur okkur tekist að gera, að ýta þessu fram. Þannig að okkur voru gefnar fjórar til sex vikur til að ljúka þessum tveimur herbergjum sem eru gríðarlegar framfarir. Nú á þetta eftir tvær vikur að vera tilbúið og ég vona að það standist. Þá verður hægt að hætta að nota Flatahraun,“ segir Ásthildur. Það þarf að bæta úrræði fyrir börn í vanda. „Neyðarúrræði er neyðarúrræði. Að vera með varaneyðarúrræði, ég veit ekki hvað maður á að segja um það. En það þarf fleiri úrræði og það þyrfti helst að bæta við herbergjum á Stuðlum svo við lendum ekki í þessu aftur. Eftir brunann var þetta það eina sem fannst sem fullnægði öryggiskröfum,“ segir Ásthildur. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum og símtölum fréttastofu í dag. Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Síðan í október í fyrra hefur Barna- og fjölskyldustofa notað fangaklefa í lögreglustöðinni í Hafnarfirði sem neyðarvistunarúrræði. Neyðarvistunin var fram að því á meðferðarheimilinu Stuðlum en þar var eldsvoði í október þar sem sautján ára piltur lést. Í gær birtist kolsvört skýrsla frá Umboðsmanni Alþingis. Fangageymslan sé ekki viðeigandi vistunarstaður en ekkert þar bendi til þess að vista eigi barn í viðkvæmri stöðu þar. Úrræðið beri öll merki um að þar eigi að vista fullorðna við hátt öryggisstig, en þar eru hvorki gluggar, klukkur né speglar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segist fagna skýrslunni. Niðurstaða umboðsmanns komi ekki á óvart. „Eins og ég er margoft búin að segja, eftir að Stuðlar brunnu voru engin úrræði sem stóðust öryggiskröfur. Þess vegna hefur þetta úrræði verið notað í neyð. Og það er miður að það hafi þurft að gera það,“ segir Ásthildur. Neyðarvistunin á Stuðlum átti ekki að vera tilbúin fyrr en undir lok þessa árs. Hins vegar er búið að flýta vinnunni og álman ætti að opna í byrjun apríl. Þó einungis tvö herbergi. „Þetta átti ekki að vera tilbúið fyrr en í lok árs. Þetta hefur okkur tekist að gera, að ýta þessu fram. Þannig að okkur voru gefnar fjórar til sex vikur til að ljúka þessum tveimur herbergjum sem eru gríðarlegar framfarir. Nú á þetta eftir tvær vikur að vera tilbúið og ég vona að það standist. Þá verður hægt að hætta að nota Flatahraun,“ segir Ásthildur. Það þarf að bæta úrræði fyrir börn í vanda. „Neyðarúrræði er neyðarúrræði. Að vera með varaneyðarúrræði, ég veit ekki hvað maður á að segja um það. En það þarf fleiri úrræði og það þyrfti helst að bæta við herbergjum á Stuðlum svo við lendum ekki í þessu aftur. Eftir brunann var þetta það eina sem fannst sem fullnægði öryggiskröfum,“ segir Ásthildur. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum og símtölum fréttastofu í dag.
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira