Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 12:30 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að liðið hans hafi ekki átt skilið að komast lengra í Meistaradeildinni á þessu tímabili. AP/Rui Vieira Pep Guardiola hefur tjáð sig um sláandi viðtal við Fabio Capello þar sem ítalski þjálfarinn kallaði Guardiola hrokafullan og sagði að hann væri að eyðileggja fótboltann á Ítalíu. Capello var mjög ósáttur með það að ítalskir þjálfarar hafi allir vilja herma eftir leikstíl og taktík Guardiola og fyrir vikið hafi ítalskur fótbolti misst einkenni sitt og sérstöðu. Guardiola vildi ekkert tala illa um Capello og sagði frekar vilja bjóða honum eitt stórt faðmlag. „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur,“ sagði Pep Guardiola léttur. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem herra Fabio Capello hefur sagt þetta um mig. Ég er ekki nógu góður til að eyðileggja ítalskan fótbolta. Það er það mikilvægasta. Ég vil bara bjóða Fabio stórt faðmlag,“ sagði Guardiola á fundinum. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Guardiola missir af sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hann horfði því að leikina heima í stofu. „Það var ekkert sárt. Ég er ekkert vonsvikinn. Við áttum ekki skilið að vera þarna. Ég er bara áhorfandi núna og mun fylgjast með og læra. Það duttu líka út mögnuð lið eins og bæði Atlético og Liverpool,“ sagði Guardiola. „Það munar oft svo litlu í þessari keppni. Sjáið bara hvað gerðist fyrir Julián [Álvarez] og Atlético. Hvað munaði litlu. Það er erfitt að ímynda sér að detta úr leik út af slíku,“ sagði Guardiola. „Það þarf enginn að útskýra fyrir mér hversu sérstakt það er að taka þátt í þessari keppni en á þessu tímabili þá áttum við ekki skilið að vera þarna. Við eigum bara skilið að vera heima í stofu að horfa á leikina með vínglas í hendi. Vonandi getum við orðið betri og komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira
Capello var mjög ósáttur með það að ítalskir þjálfarar hafi allir vilja herma eftir leikstíl og taktík Guardiola og fyrir vikið hafi ítalskur fótbolti misst einkenni sitt og sérstöðu. Guardiola vildi ekkert tala illa um Capello og sagði frekar vilja bjóða honum eitt stórt faðmlag. „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur,“ sagði Pep Guardiola léttur. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem herra Fabio Capello hefur sagt þetta um mig. Ég er ekki nógu góður til að eyðileggja ítalskan fótbolta. Það er það mikilvægasta. Ég vil bara bjóða Fabio stórt faðmlag,“ sagði Guardiola á fundinum. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Guardiola missir af sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hann horfði því að leikina heima í stofu. „Það var ekkert sárt. Ég er ekkert vonsvikinn. Við áttum ekki skilið að vera þarna. Ég er bara áhorfandi núna og mun fylgjast með og læra. Það duttu líka út mögnuð lið eins og bæði Atlético og Liverpool,“ sagði Guardiola. „Það munar oft svo litlu í þessari keppni. Sjáið bara hvað gerðist fyrir Julián [Álvarez] og Atlético. Hvað munaði litlu. Það er erfitt að ímynda sér að detta úr leik út af slíku,“ sagði Guardiola. „Það þarf enginn að útskýra fyrir mér hversu sérstakt það er að taka þátt í þessari keppni en á þessu tímabili þá áttum við ekki skilið að vera þarna. Við eigum bara skilið að vera heima í stofu að horfa á leikina með vínglas í hendi. Vonandi getum við orðið betri og komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira