Sex skjálftar yfir 3,0 Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2025 14:35 Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, þar á meðal í Grindavík sem er um tólf kílómetra austan við virknina. Veðurstofan Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að margar skjálftahrinur hafi átt sér stað á svæðinu síðan 2021 og að skjálftavirknin gæti haldið áfram með hléum. Engar skýrar vísbendingar eru um aflögun á svæðinu. Fram kemur að mestur ákafi hafi verið í hrinunni í upphafi þegar um fimmtíu til sextíu jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. „Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt. Alls hafa mælst um 600 jarðskjálftar í hrinunni og þar af sex skjálftar yfir M3 að stærð. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, þ.á.m. Grindavík sem er um 12 km austan við virknina. Hegðun hrinunnar hingað til sýnir að virknin getur dvínað og aukist svo skyndilega aftur. Síðan 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna. Auk þess hafa verið töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022 svo dæmi séu tekin. Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár. Aflögunarmælingar síðustu daga sýna engar skýrar breytingar sem myndi benda til að kvikuhreyfingar valdi jarðskjálftahrinunni. Vísindafólk VÍ fylgist þó áfram náið með öllum tiltækum mælingum í kringum Reykjanestá, til að meta líklegustu orsök jarðskjálftahrinunnar,“ segir í færslunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. 13. mars 2025 07:10 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að margar skjálftahrinur hafi átt sér stað á svæðinu síðan 2021 og að skjálftavirknin gæti haldið áfram með hléum. Engar skýrar vísbendingar eru um aflögun á svæðinu. Fram kemur að mestur ákafi hafi verið í hrinunni í upphafi þegar um fimmtíu til sextíu jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. „Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt. Alls hafa mælst um 600 jarðskjálftar í hrinunni og þar af sex skjálftar yfir M3 að stærð. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, þ.á.m. Grindavík sem er um 12 km austan við virknina. Hegðun hrinunnar hingað til sýnir að virknin getur dvínað og aukist svo skyndilega aftur. Síðan 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna. Auk þess hafa verið töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022 svo dæmi séu tekin. Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár. Aflögunarmælingar síðustu daga sýna engar skýrar breytingar sem myndi benda til að kvikuhreyfingar valdi jarðskjálftahrinunni. Vísindafólk VÍ fylgist þó áfram náið með öllum tiltækum mælingum í kringum Reykjanestá, til að meta líklegustu orsök jarðskjálftahrinunnar,“ segir í færslunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. 13. mars 2025 07:10 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. 13. mars 2025 07:10