Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson er núna leikmaður Fiorentina en er tilnefndur vegna afreka sinna með Genoa á síðustu leiktíð.
Albert Guðmundsson er núna leikmaður Fiorentina en er tilnefndur vegna afreka sinna með Genoa á síðustu leiktíð. Getty/Giuseppe Maffia

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos.

Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos unnu fyrri leikinn 3-2 en Ítalirnir voru búnir að snúa því við eftir 24 mínútur. Fiorentina vann að lokum samanlagt 5-4.

Rolando Mandragora kom Fiorentina í 1-0 á 12. mínútu og Alber Guðmundsson skoraði síðan annað markið á 24. mínútu eftir sendingu frá Luca Ranieri.

Albert skoraði með vinstri fótar skoti utarlega úr teignum úr erfiðri stöðu en það voru bara 0,02 xG líkur í þessu færi hans.

Þetta var sjöunda mark Alberts fyrir Fiorentina á leiktíðinni þar af annað markið hans í Sambandsdeildinni.

Moise Kean skoraði síðan þriðja mark Fiorentina á 75. mínútu en þetta var ekki búið.

Fotis Ioannidis minnkaði munninn í 3-1 með marki úr vítaspyrnu á 81. mínútu og því þurftu Grikkirnir bar eitt mark í viðbót.

Það kom hins vegar ekki og Albert fagnaði sigri í Íslendingaslagnum og sæti í átta liða úrslitunum.

Chelsea vann 1-0 sigur á danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Stamford Bridge í sömu keppni og þar með 3-1 samanlagt. Kiernan Dewsbury-Hall skoraði sigurmarkið í kvöld en hann skoraði þá á 55. mínútu.

Manchester United lánsmaðurinn Antony skoraði eitt mark og Cédric Bakambu var með tvö mörk þegar Real Betis vann 4-0 útisigur á Vitoria de Guimaraes en spænska liðið vann samanlagt 6-2. Antony lagði líka upp mark fyrir Isco.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira