Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 13. mars 2025 09:40 Alfreð Erling Þórðarson hefur verið sýknaður, en verður vistaður á öryggisgæslu. vísir/Vilhelm Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, af ákæru um manndráp vegna ósakhæfis. Honum var gefið að sök að verða eldri hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst í fyrra. Honum er þó gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, og greiða fjórum aðstandendum hjónanna bætur, um 31 milljón króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Austurlands. Alfreð var ákærður fyrir að ráða hjónunum bana með því að ráðast á þau á heimili þeirra með hamri. Hann hafi slegið þau oft með hamrinum, einkum í höfuð, með þeim afleiðingum að þau hlutu umfangsmikla áverka sem urðu þeim að bana. Fram kom í aðalmeðferð málsins að Alfreð hefði fyrir drápin stundum komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Einnig var greint frá því að Alfreð hefði verið handtekinn í Reykjavík, eftir að hjónin fundust látin, blóðugur. Hann hafi ætlað að kveikja í kross við Hallgrímskirkju, en ranghugmyndir hans vörðuðu Guð og Djöfulinn að miklu leyti. Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, hafði sagt að ef hann yrði sakfelldur væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Hins vegar væri mikilvægt að taka til skoðunar hvort hann væri sakfhæfur eða ekki. Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að gögn málsins hafi sýnt fram á að enginn annar en Alfreð Erling hafi getað verið að verki í umrætt sinn. Lögfull sönnun væri komin fram um að hann hefði veist að þeim með þeim hætti sem lýst væri í ákæru. Hins vegar segi í hegningarlögum að ekki eigi að refsa mönnum vegna geðveiki, andlegs vanþroska eða annars samsvarandi ástands hafi þeir verið alls ófærir um að stjórna gjörðum sínum. Ekki sé endilega nóg að hinn ákærði hafi verið með „brenglað raunveruleikaskyn“ eða haldinn ranghugmyndum vegna geðsjúkdóms. Alfreð hafi í raun aldrei lýst ásetningi eða illvilja í garð hjónanna. Raunar hafi ekkert bent í þá átt. Engin skynsamleg svör útskýri afhverju hann hafi hrint þessari atburðarás af stað. Alfreð viti að það sé rangt að deyða og meiða fólk. Matsmaður, sem gaf skýrslu fyrir dómi, hafi ekki séð neina aðra túlkun mögulega en að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. Dómurinn vísaði til þessa mats í niðurstöðu sinni og sagði að hann hefði verið á valdi ranghugmynda og mikilla hugsanatruflana á verknaðarstundu. Alfreð hafi ekki skipulagt verknaðinn. Hann hafi heldur ekki borið skynbragð á eðli afbrotsins. Hann var því metinn ósakhæfur og því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Líkt og áður segir er honum þó gert að sæta öryggisgæslu. Hann muni þurfa að gangast undir viðeigandi meðferð vegna veikinda sinna. Þessi meðferð skuli vera undir eftirliti viðeigandi læknis. Þetta er gert með vísan til 62. greinar almennra hegningarlaga. Nú er maður sýknaður samkvæmt ákvæðum 15. gr., eða niðurstaða dóms verður sú, samkvæmt ákvæðum 16. gr., að refsing sé árangurslaus, og má þá ákveða í dómi, ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis, að gerðar skuli ráðstafanir til að varna því, að háski verði að manninum. Ef ætla má, að vægari ráðstafanir, svo sem trygging, bann við dvöl á ákveðnum stöðum eða svipting lögræðis, komi ekki að notum, má ákveða, að honum sé komið fyrir á viðeigandi hæli. Skal þá hæstiréttur skipa honum tilsjónarmann, sem eftirlit hefur með því, að dvöl hans á hælinu verði ekki lengri en nauðsyn ber til. Þegar ástæða þykir til, getur [ráðherra] 1) leitað úrlausnar héraðsdóms, þar sem hælið er, hvort téðar ráðstafanir skuli teljast lengur nauðsynlegar, enda hafi umsagnar læknis verið leitað. Svo getur og tilsjónarmaður krafist þess, þegar ár er liðið frá dómsuppsögn eða síðasta dómsúrskurði, eða fyrr, ef [ráðherra] 1) samþykkir, að málið skuli að nýju lagt undir úrskurð dómstóls þess, sem áður segir. [Mál samkvæmt þessari grein sæta meðferð eftir lögum um meðferð sakamála.] 2) Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, neitar sök og segist hafa komið að hjónunum látnum. Hann vill meina að „vísindamennirnir“ sem og Guð og djöfullinn séu ábyrgir. 12. febrúar 2025 09:00 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Honum er þó gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, og greiða fjórum aðstandendum hjónanna bætur, um 31 milljón króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Austurlands. Alfreð var ákærður fyrir að ráða hjónunum bana með því að ráðast á þau á heimili þeirra með hamri. Hann hafi slegið þau oft með hamrinum, einkum í höfuð, með þeim afleiðingum að þau hlutu umfangsmikla áverka sem urðu þeim að bana. Fram kom í aðalmeðferð málsins að Alfreð hefði fyrir drápin stundum komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Einnig var greint frá því að Alfreð hefði verið handtekinn í Reykjavík, eftir að hjónin fundust látin, blóðugur. Hann hafi ætlað að kveikja í kross við Hallgrímskirkju, en ranghugmyndir hans vörðuðu Guð og Djöfulinn að miklu leyti. Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, hafði sagt að ef hann yrði sakfelldur væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Hins vegar væri mikilvægt að taka til skoðunar hvort hann væri sakfhæfur eða ekki. Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að gögn málsins hafi sýnt fram á að enginn annar en Alfreð Erling hafi getað verið að verki í umrætt sinn. Lögfull sönnun væri komin fram um að hann hefði veist að þeim með þeim hætti sem lýst væri í ákæru. Hins vegar segi í hegningarlögum að ekki eigi að refsa mönnum vegna geðveiki, andlegs vanþroska eða annars samsvarandi ástands hafi þeir verið alls ófærir um að stjórna gjörðum sínum. Ekki sé endilega nóg að hinn ákærði hafi verið með „brenglað raunveruleikaskyn“ eða haldinn ranghugmyndum vegna geðsjúkdóms. Alfreð hafi í raun aldrei lýst ásetningi eða illvilja í garð hjónanna. Raunar hafi ekkert bent í þá átt. Engin skynsamleg svör útskýri afhverju hann hafi hrint þessari atburðarás af stað. Alfreð viti að það sé rangt að deyða og meiða fólk. Matsmaður, sem gaf skýrslu fyrir dómi, hafi ekki séð neina aðra túlkun mögulega en að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. Dómurinn vísaði til þessa mats í niðurstöðu sinni og sagði að hann hefði verið á valdi ranghugmynda og mikilla hugsanatruflana á verknaðarstundu. Alfreð hafi ekki skipulagt verknaðinn. Hann hafi heldur ekki borið skynbragð á eðli afbrotsins. Hann var því metinn ósakhæfur og því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Líkt og áður segir er honum þó gert að sæta öryggisgæslu. Hann muni þurfa að gangast undir viðeigandi meðferð vegna veikinda sinna. Þessi meðferð skuli vera undir eftirliti viðeigandi læknis. Þetta er gert með vísan til 62. greinar almennra hegningarlaga. Nú er maður sýknaður samkvæmt ákvæðum 15. gr., eða niðurstaða dóms verður sú, samkvæmt ákvæðum 16. gr., að refsing sé árangurslaus, og má þá ákveða í dómi, ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis, að gerðar skuli ráðstafanir til að varna því, að háski verði að manninum. Ef ætla má, að vægari ráðstafanir, svo sem trygging, bann við dvöl á ákveðnum stöðum eða svipting lögræðis, komi ekki að notum, má ákveða, að honum sé komið fyrir á viðeigandi hæli. Skal þá hæstiréttur skipa honum tilsjónarmann, sem eftirlit hefur með því, að dvöl hans á hælinu verði ekki lengri en nauðsyn ber til. Þegar ástæða þykir til, getur [ráðherra] 1) leitað úrlausnar héraðsdóms, þar sem hælið er, hvort téðar ráðstafanir skuli teljast lengur nauðsynlegar, enda hafi umsagnar læknis verið leitað. Svo getur og tilsjónarmaður krafist þess, þegar ár er liðið frá dómsuppsögn eða síðasta dómsúrskurði, eða fyrr, ef [ráðherra] 1) samþykkir, að málið skuli að nýju lagt undir úrskurð dómstóls þess, sem áður segir. [Mál samkvæmt þessari grein sæta meðferð eftir lögum um meðferð sakamála.] 2)
Nú er maður sýknaður samkvæmt ákvæðum 15. gr., eða niðurstaða dóms verður sú, samkvæmt ákvæðum 16. gr., að refsing sé árangurslaus, og má þá ákveða í dómi, ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis, að gerðar skuli ráðstafanir til að varna því, að háski verði að manninum. Ef ætla má, að vægari ráðstafanir, svo sem trygging, bann við dvöl á ákveðnum stöðum eða svipting lögræðis, komi ekki að notum, má ákveða, að honum sé komið fyrir á viðeigandi hæli. Skal þá hæstiréttur skipa honum tilsjónarmann, sem eftirlit hefur með því, að dvöl hans á hælinu verði ekki lengri en nauðsyn ber til. Þegar ástæða þykir til, getur [ráðherra] 1) leitað úrlausnar héraðsdóms, þar sem hælið er, hvort téðar ráðstafanir skuli teljast lengur nauðsynlegar, enda hafi umsagnar læknis verið leitað. Svo getur og tilsjónarmaður krafist þess, þegar ár er liðið frá dómsuppsögn eða síðasta dómsúrskurði, eða fyrr, ef [ráðherra] 1) samþykkir, að málið skuli að nýju lagt undir úrskurð dómstóls þess, sem áður segir. [Mál samkvæmt þessari grein sæta meðferð eftir lögum um meðferð sakamála.] 2)
Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, neitar sök og segist hafa komið að hjónunum látnum. Hann vill meina að „vísindamennirnir“ sem og Guð og djöfullinn séu ábyrgir. 12. febrúar 2025 09:00 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, neitar sök og segist hafa komið að hjónunum látnum. Hann vill meina að „vísindamennirnir“ sem og Guð og djöfullinn séu ábyrgir. 12. febrúar 2025 09:00
Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49
Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41