Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 14:07 Pakistanskir hermenn í Balochistan í morgun. AFP/Banaras Khan Yfirvöld í Pakistan segja að minnsta kosti 190 gísla hafa verið frelsaða úr gíslingu aðskilnaðarsinna í Balochistan-héraði en margir þeirra voru fluttir á sjúkrahús. Vígamenn stöðvuðu lest þar sem á fimmta hundrað manns voru um borð í gær og tóku fjölda þeirra í gíslingu. Síðan þá hafa átök átt sér stað á svæðinu og hafa pakistanskir hermenn reynt að frelsa gíslana. Í samtali við Reuters segja embættismenn að það hafi reynst mjög erfitt og meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal gíslanna. Umræddir aðskilnaðarsinnar kallast Balochistan Liberation Army eða BLA og hafa barist fyrir frelsi frá yfirvöldum í Islamabad. Héraðið er ríkt af náttúruauðlindum eins og olíu og góðmálmum en er mjög strjálbýlt. Íbúar héraðsins segjast verða fyrir mismunun af höndum yfirvalda í Pakistan. Árásin hófst þegar verið var að aka lestinni gegnum tiltölulega þröngan dal. Hún var stöðvuð með sprengingu á lestarteinunum. Eftir stuttan skotbardaga tóku vígamennirnir yfir stjórn lestarinnar en þeir sögðust hafa sleppt mörgum farþega hennar og tekið 182 í gíslingu og hækkaði talan seinna í gær í 214. Segjast hafa tekið fimmtíu gísla af lífi Hundruð hermanna voru fluttir á svæðið en aðstoðarinnanríkisráðherra Pakistan sagði í morgun að um sjö til áttatíu vígamenn hefðu tekið þátt í árásinni. Þeir hafa hótað því að taka gísla af lífi verði fólki eins og pólitískum föngum, aðgerðasinnum og fólki sem vígamennirnir segja að herinn hafi rænt, ekki sleppt úr haldi. BBC segir að frá aldarmótum hafi her Pakistan ítrekað verið sakaður um ódæði gegn íbúum Balochistan. Þúsundir íbúa munu hafa horfið af yfirborði jarðar og margir eru sagðir hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Herinn hefur bjargað mörgum úr gíslingu en ekki liggur fyrir hve margir eru enn í haldi og eru fregnir af ástandinu á miklu reiki. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að 27 vígamenn BLA hafi verið felldir en fregnir hafa borist af því að einhverjir vígamenn hafi flúið með gísla upp í fjöll. Í yfirlýsingu frá BLA segir að fimmtíu gíslar hafi verið teknir af lífi í morgun vegna árása hermanna. Þar er því haldið fram að vígamenn hafi stöðvað sókn hersins í dag og rekið hermenn á flótta. Fleiri gíslar verði teknir af lífi samþykki yfirvöld í Islamabad ekki fangaskipti. Pakistan Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Síðan þá hafa átök átt sér stað á svæðinu og hafa pakistanskir hermenn reynt að frelsa gíslana. Í samtali við Reuters segja embættismenn að það hafi reynst mjög erfitt og meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal gíslanna. Umræddir aðskilnaðarsinnar kallast Balochistan Liberation Army eða BLA og hafa barist fyrir frelsi frá yfirvöldum í Islamabad. Héraðið er ríkt af náttúruauðlindum eins og olíu og góðmálmum en er mjög strjálbýlt. Íbúar héraðsins segjast verða fyrir mismunun af höndum yfirvalda í Pakistan. Árásin hófst þegar verið var að aka lestinni gegnum tiltölulega þröngan dal. Hún var stöðvuð með sprengingu á lestarteinunum. Eftir stuttan skotbardaga tóku vígamennirnir yfir stjórn lestarinnar en þeir sögðust hafa sleppt mörgum farþega hennar og tekið 182 í gíslingu og hækkaði talan seinna í gær í 214. Segjast hafa tekið fimmtíu gísla af lífi Hundruð hermanna voru fluttir á svæðið en aðstoðarinnanríkisráðherra Pakistan sagði í morgun að um sjö til áttatíu vígamenn hefðu tekið þátt í árásinni. Þeir hafa hótað því að taka gísla af lífi verði fólki eins og pólitískum föngum, aðgerðasinnum og fólki sem vígamennirnir segja að herinn hafi rænt, ekki sleppt úr haldi. BBC segir að frá aldarmótum hafi her Pakistan ítrekað verið sakaður um ódæði gegn íbúum Balochistan. Þúsundir íbúa munu hafa horfið af yfirborði jarðar og margir eru sagðir hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Herinn hefur bjargað mörgum úr gíslingu en ekki liggur fyrir hve margir eru enn í haldi og eru fregnir af ástandinu á miklu reiki. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að 27 vígamenn BLA hafi verið felldir en fregnir hafa borist af því að einhverjir vígamenn hafi flúið með gísla upp í fjöll. Í yfirlýsingu frá BLA segir að fimmtíu gíslar hafi verið teknir af lífi í morgun vegna árása hermanna. Þar er því haldið fram að vígamenn hafi stöðvað sókn hersins í dag og rekið hermenn á flótta. Fleiri gíslar verði teknir af lífi samþykki yfirvöld í Islamabad ekki fangaskipti.
Pakistan Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira