Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 13:46 Spænski miðjumaðurinn Mikel Merino hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal í síðustu leikjum. afp/Paul ELLIS Jamie Carragher segir að stærsta vandamál Arsenal sé ekki skorturinn á hreinræktuðum framherja. Liðið þurfi fleiri skapandi leikmenn sem geti búið til betri færi. Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðið er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum og hefur aðeins skorað eitt mark í þeim. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 55 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Nokkrir sóknarmenn eru á meiðslalistanum hjá Arsenal, þar á meðal Bukayo Saka, Kai Havertz og Gabriel Jesus. Bent hefur verið á að Arsenal vanti hreinræktaðan framherja til að taka næsta skref. Carragher segir að skortur á slíkum leikmanni sé ekki aðalveikleiki Arsenal. „Gleymdu því að fá inn framherja. Það fyrsta sem þeir þurfa að gera er að fá fleiri skapandi leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef Arsenal hefði haft framherja, til dæmis Erling Haaland, hefðu þeir skorað fleiri mörk? Auðvitað, því hann er afburða framherji og frábær í að klára færin sín. En miðað við síðustu þrjá leiki Arsenal og færin sem þeir fengu breytir Erling Haaland engu.“ Þótt Arsenal hafi gengið illa að skora í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni skoraði liðið sjö mörk gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Liðin mætast öðru sinni annað kvöld. Ef Arsenal kemst áfram, sem allar líkur eru á eftir 1-7 sigur í fyrri leiknum, mætir liðið sigurvegaranum úr rimmu Real Madrid og Atlético Madrid. Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02 Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðið er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum og hefur aðeins skorað eitt mark í þeim. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 55 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Nokkrir sóknarmenn eru á meiðslalistanum hjá Arsenal, þar á meðal Bukayo Saka, Kai Havertz og Gabriel Jesus. Bent hefur verið á að Arsenal vanti hreinræktaðan framherja til að taka næsta skref. Carragher segir að skortur á slíkum leikmanni sé ekki aðalveikleiki Arsenal. „Gleymdu því að fá inn framherja. Það fyrsta sem þeir þurfa að gera er að fá fleiri skapandi leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef Arsenal hefði haft framherja, til dæmis Erling Haaland, hefðu þeir skorað fleiri mörk? Auðvitað, því hann er afburða framherji og frábær í að klára færin sín. En miðað við síðustu þrjá leiki Arsenal og færin sem þeir fengu breytir Erling Haaland engu.“ Þótt Arsenal hafi gengið illa að skora í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni skoraði liðið sjö mörk gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Liðin mætast öðru sinni annað kvöld. Ef Arsenal kemst áfram, sem allar líkur eru á eftir 1-7 sigur í fyrri leiknum, mætir liðið sigurvegaranum úr rimmu Real Madrid og Atlético Madrid.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02 Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti