Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 10:32 Sir Jim Ratcliffe í stúkunni á Old Trafford á leik Manchester United og Arsenal um helgina. afp/Paul ELLIS Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að félagið hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í og ráðist í niðurskurð. Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá United undanfarin misseri. Fjölda fólks hefur til að mynda verið sagt upp hjá United og ýmis fríðindi starfsfólks afnumin. Í viðtali við BBC segist Ratcliffe vera meðvitaður um að hann sé óvinsæll vegna hagræðingaraðgerðanna en þær séu nauðsynlegar. Fjárhagur United hafi einfaldlega verið ein rjúkandi rúst. „Manchester United hefði orðið fjárvana í lok ársins 2025 þrátt fyrir að ég hafði lagt til 233 milljónir punda og við hefðum ekki keypt neina leikmenn í sumar,“ sagði Ratcliffe. „Við erum í breytingaferli. Það er óþægilegt og ég hef samúð með stuðningsmönnunum. Einfalda svarið er að félagið hefði klárað peningana um áramótin ef við hefðum ekki gert þetta.“ Leiðin til glötunar Ratcliffe sagði að United hefði eytt meiri pening en það hafi aflað undanfarin sjö ár. „Ef þú eyðir meira en þú aflar er það leiðin til glötunar,“ sagði Ratcliffe en United borgaði til að mynda 37 milljónir í vexti á síðasta ári. „Vextir eru einn kostnaðarliður en ekki sá hæsti. Félagið verður að koma á reglu svo það geti staðið á traustum fjárhagslegum fæti í framtíðinni. Flest félög á Englandi, flest fyrirtæki, er með einhvers konar skuldir. En ef félagið er mjög arðbært, sem ég held að það geti verið á næstu árum, geturðu gert hið þveröfuga. Þú getur byrjað að greiða niður skuldir. Þar ætti Manchester United að vera,“ sagði Ratcliffe. Betri leikmenn frekar en frír hádegismatur Hann segir að vega þurfi og meta í hvað peningurinn hjá United fari. „Þegar þú horfir á rekstur félags eins og Manchester United með tekjur upp á 650 milljónir punda og þú eyðir hluta af því í að reka félagið og hluta í leikmannahópinn. Hvar viltu eyða peningunum? Viltu eyða þeim í að reka félagið eða í hópinn?“ sagði Ratcliffe. „Því ef þú eyðir peningum í hópinn nærðu betri úrslitum. Og fyrir hvað er Manchester United annað en að vinna titla? Við viljum kaupa bestu leikmenn í heimi ef við getum í staðinn fyrir að eyða peningum í frían hádegismat er ég hræddur um. Mitt eina markmið er að koma Manchester United aftur á sinn stall.“ Ratcliffe talaði tæpitungulaust í viðtalinu og sagði meðal annars að nokkrir leikmenn United væru ekki nógu góðir og væru með of há laun. Nefndi hann til að mynda Jadon Sancho, André Onana, Rasmus Højlund og Casemiro í því samhengi. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 8. sæti síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá United undanfarin misseri. Fjölda fólks hefur til að mynda verið sagt upp hjá United og ýmis fríðindi starfsfólks afnumin. Í viðtali við BBC segist Ratcliffe vera meðvitaður um að hann sé óvinsæll vegna hagræðingaraðgerðanna en þær séu nauðsynlegar. Fjárhagur United hafi einfaldlega verið ein rjúkandi rúst. „Manchester United hefði orðið fjárvana í lok ársins 2025 þrátt fyrir að ég hafði lagt til 233 milljónir punda og við hefðum ekki keypt neina leikmenn í sumar,“ sagði Ratcliffe. „Við erum í breytingaferli. Það er óþægilegt og ég hef samúð með stuðningsmönnunum. Einfalda svarið er að félagið hefði klárað peningana um áramótin ef við hefðum ekki gert þetta.“ Leiðin til glötunar Ratcliffe sagði að United hefði eytt meiri pening en það hafi aflað undanfarin sjö ár. „Ef þú eyðir meira en þú aflar er það leiðin til glötunar,“ sagði Ratcliffe en United borgaði til að mynda 37 milljónir í vexti á síðasta ári. „Vextir eru einn kostnaðarliður en ekki sá hæsti. Félagið verður að koma á reglu svo það geti staðið á traustum fjárhagslegum fæti í framtíðinni. Flest félög á Englandi, flest fyrirtæki, er með einhvers konar skuldir. En ef félagið er mjög arðbært, sem ég held að það geti verið á næstu árum, geturðu gert hið þveröfuga. Þú getur byrjað að greiða niður skuldir. Þar ætti Manchester United að vera,“ sagði Ratcliffe. Betri leikmenn frekar en frír hádegismatur Hann segir að vega þurfi og meta í hvað peningurinn hjá United fari. „Þegar þú horfir á rekstur félags eins og Manchester United með tekjur upp á 650 milljónir punda og þú eyðir hluta af því í að reka félagið og hluta í leikmannahópinn. Hvar viltu eyða peningunum? Viltu eyða þeim í að reka félagið eða í hópinn?“ sagði Ratcliffe. „Því ef þú eyðir peningum í hópinn nærðu betri úrslitum. Og fyrir hvað er Manchester United annað en að vinna titla? Við viljum kaupa bestu leikmenn í heimi ef við getum í staðinn fyrir að eyða peningum í frían hádegismat er ég hræddur um. Mitt eina markmið er að koma Manchester United aftur á sinn stall.“ Ratcliffe talaði tæpitungulaust í viðtalinu og sagði meðal annars að nokkrir leikmenn United væru ekki nógu góðir og væru með of há laun. Nefndi hann til að mynda Jadon Sancho, André Onana, Rasmus Højlund og Casemiro í því samhengi. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 8. sæti síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira