Enski boltinn

Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikar­úr­slita­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Taylor með enska bikarinn sem Manchester City vann undir hans stjórn á Wembley árið 2020.
Gareth Taylor með enska bikarinn sem Manchester City vann undir hans stjórn á Wembley árið 2020. AP/Kirsty Wigglesworth

Gareth Taylor hefur verið látinn taka pokann sinn hjá Manchester City en hann var knattspyrnustjóri kvennaliðsins.

Brottreksturinn kemur aðeins fimm dögum áður en Manchester City mætir Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins.

Charlotte O'Neill, framkvæmdastjóri hjá Manchester City, þakkaði Taylor fyrir sitt starf en sagði að árangurinn hafi ekki verið nógu góður.

City er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tólf stigum á eftir toppliði Chelsea.

Nick Cushing verður knattspyrnustjóri kvennaliðsins út tímabilið.

Gareth Taylor er 52 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri City liðsins frá árinu 2020. Hann gerði City að bikarmeisturum árið 2020 og liðið vann einnig enska deildabikarinn undir hans stjórn árið 2022.

Hann hefur fjórum sinnum verið kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni síðast í bæði febrúar og mars á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×