Littler, sem er aðeins átján ára, og yngsti heimsmeistari sögunnar, vann opna belgíska mótið í gær.
Hann hafði áður unnið fimmta kvöld ensku úrvalsdeildarinnar á fimmtudag og viku áður fagnaði hann sigri á opna breska mótinu.
Þrír bikarar á einni viku.
Hann vann 11-2 sigur á James Wade í úrslitaleik opna breska mótsins, 6-3 sigur á Nathan Aspinall í úrslitaleiknum á fimmta kvöldi úrvalsdeildarinnar og 8-5 sigur á Mike De Decker í úrslitaleiknum á opna belgíska mótinu.
Frá því að heimsmeistaratitilinn kom í hús hjá Littler í byrjun ársins þá hefur strákurinn unnið tvö kvöld í úrvalsdeildinni og tapað einum úrslitaleik að auki.