Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2025 07:31 Arsenal gæti endað í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þriðja árið í röð. ap/Dave Thompson Roy Keane gagnrýndi Arsenal eftir jafnteflið við Manchester United á Old Trafford í gær og sagði að liðið ætti að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir neðan sig en toppliði Liverpool. Bruno Fernandes kom United yfir í leiknum í gær með marki beint úr aukaspyrnu en Declan Rice jafnaði fyrir Arsenal og þar við sat. Eftir jafnteflið er Arsenal fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Keane fannst ekki mikið til frammistöðu Arsenal-liðsins í gær koma. „Ef þú ert ekki beittur og skorar ekki mörk gleymdu því þá að minnka forskot Liverpool. Þú ættir að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir aftan þig,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. Arsenal er sex stigum á undan Chelsea sem er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og svo gæti farið að fimmta liðið bættist við en það veltur á frammistöðu ensku liðanna í Evrópukeppnunum. Arsenal er svo gott sem komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið 1-7 útisigur á PSV Eindhoven í fyrri leiknum í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Skyttunum tókst hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir í gær. Næsta skref er það erfiðasta „Arsenal skoraði sjö mörk í vikunni en það var ekkert að frétta hjá þeim í dag [í gær]. Þú hugsaðir frekar að United myndi vinna og þeir hafa verið ömurlegir. Ég myndi horfa á hugarfarið og hugsa: Hvar var það? United lá vel við höggi en Arsenal voru ekki klókir. Þeir voru opnir og United hefði getað unnið þetta undir lokin,“ sagði Keane. „Arsenal hefur gert vel og tekið framförum síðustu ár en næsta skrefið er það erfiðasta. Ef þú ert Arsenal hvað gerir 2. sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla. Ég sá ekki Arsenal-lið sem vissi að United lá vel við höggi. Ég var ekki sáttur við hugarfar þeirra. Gleymdu Liverpool, hafðu frekar áhyggjur af liðunum fyrir neðan.“ Næsti leikur Arsenal er gegn PSV á Emirates á miðvikudaginn. Næsti deildarleikur Arsenal er gegn Chelsea á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Bruno Fernandes kom United yfir í leiknum í gær með marki beint úr aukaspyrnu en Declan Rice jafnaði fyrir Arsenal og þar við sat. Eftir jafnteflið er Arsenal fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Keane fannst ekki mikið til frammistöðu Arsenal-liðsins í gær koma. „Ef þú ert ekki beittur og skorar ekki mörk gleymdu því þá að minnka forskot Liverpool. Þú ættir að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir aftan þig,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. Arsenal er sex stigum á undan Chelsea sem er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og svo gæti farið að fimmta liðið bættist við en það veltur á frammistöðu ensku liðanna í Evrópukeppnunum. Arsenal er svo gott sem komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið 1-7 útisigur á PSV Eindhoven í fyrri leiknum í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Skyttunum tókst hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir í gær. Næsta skref er það erfiðasta „Arsenal skoraði sjö mörk í vikunni en það var ekkert að frétta hjá þeim í dag [í gær]. Þú hugsaðir frekar að United myndi vinna og þeir hafa verið ömurlegir. Ég myndi horfa á hugarfarið og hugsa: Hvar var það? United lá vel við höggi en Arsenal voru ekki klókir. Þeir voru opnir og United hefði getað unnið þetta undir lokin,“ sagði Keane. „Arsenal hefur gert vel og tekið framförum síðustu ár en næsta skrefið er það erfiðasta. Ef þú ert Arsenal hvað gerir 2. sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla. Ég sá ekki Arsenal-lið sem vissi að United lá vel við höggi. Ég var ekki sáttur við hugarfar þeirra. Gleymdu Liverpool, hafðu frekar áhyggjur af liðunum fyrir neðan.“ Næsti leikur Arsenal er gegn PSV á Emirates á miðvikudaginn. Næsti deildarleikur Arsenal er gegn Chelsea á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31
„Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti