Í fréttatímanum segjum við einnig frá blóðugum átökum í Sýrlandi og fjöllum um hugvíkkandi efni sem mikið hafa verið til umræðu að undanförnu. Yfirlæknir á Vogi segir að rannsóknir skorti til að hægt sé að nýta slík efni í læknisfræðilegum tilgangi með skynsamlegum hætti.
Skattadagurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag þar sem lögfræðinemar veita aðstoð við gerð skattframtals. Við heyrum í skipuleggjanda sem segir okkur hvernig það fer allt saman fram.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast klukkan 12:00 og má hlusta á í spilaranum hér að neðan.