Innlent

Skjálfti 3 að stærð við Kleifar­vatn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kleifarvatn í vetrarbúningi.
Kleifarvatn í vetrarbúningi. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist á fimm kílómetra dýpi 3,1 kílómeter norðaustur af Krýsuvík klukkan 05:23 í morgun.

Um er að ræða stærsta skjálftann á Reykjaneshryggnum undanfarna daga, en tveir minni skjálftar mældust í kjölfarið.

Skjálftinn er sá eini sem mælst hefur 3 að stærð eða stærri síðustu 48 klukkustundirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×