Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 18:15 Rasmus Höjlund skoraði síðast fyrir Manchester United um miðjan desember. Hann þarf svo nauðsynlega á marki að halda. AP/Miguel Oses Danski framherjinn Rasmus Höjlund hefur verið hreinlega fyrirmunað að koma boltanum í netið á nýju ári. Höjlund byrjaði á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið en tókst ekki að skora. Þetta var nítján leikurinn í röð sem Höjlund tekst ekki að komast á blað. Hann skoraði síðast á móti Viktoria Plzen um miðjan desember. Hann skoraði þá tvennu í röðum Evrópudeildarleiknum í röð. Síðan eru liðnir 84 dagar og Höjlund er enn að bíða eftir næsta marki. Hann hefur nú spilað tólf deildarleiki, fjóra bikarleiki og þrjá Evrópuleiki í röð án þess að skora. Síðasta deildarmark Höjlund kom þannig á móti Nottingham Forest 7. desember á síðasta ári. Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust orðnir mjög pirraðir á Dananum og það kom örugglega mörgum þeirra á óvart að lesa umfjöllun um og hrós til Danans eftir leikinn. Blaðamaður Daily Mail sá nefnilega ástæðu til að hrósa Dananum fyrir frammistöðuna í leiknum á Spáni. „Þetta var einn af mest lofandi leikjum hans í marga mánuði. Hann átti mörg flott hlaup í þessum leik. Ruben Amorim verður að finna leið til þess að hann, fá þetta frjálsræði sem hann fær í Evrópu, líka í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði blaðamaðurinn. Tölfræðin er þó ekki alveg að segja sömu sögu. Höjlund spilaði í níutíu mínútur í leiknum og skapaði vissulega þrjú færi fyrir liðsfélagana. Hann kom nítján sinnum við boltann þar af þrisvar í vítateig spænska liðsins. Hann átti samt ekki eitt einasta skot í þessum leik og var tvisvar dæmdur rangstæður. Höjlund tapaði líka sex af sjö samstuðum sem hann fór í þar af öllum þremur skallaeinvígunum. Rasmus Højlund has had a lot of stick the past couple of months - and most of it has been with reason - but I'm feeling sorry for him tonight.That's now NINETEEN games without a goal and it feels like his teammates have NO confidence in him. #MUFC pic.twitter.com/4yCP5sIOXn— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) March 6, 2025 Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Þetta var nítján leikurinn í röð sem Höjlund tekst ekki að komast á blað. Hann skoraði síðast á móti Viktoria Plzen um miðjan desember. Hann skoraði þá tvennu í röðum Evrópudeildarleiknum í röð. Síðan eru liðnir 84 dagar og Höjlund er enn að bíða eftir næsta marki. Hann hefur nú spilað tólf deildarleiki, fjóra bikarleiki og þrjá Evrópuleiki í röð án þess að skora. Síðasta deildarmark Höjlund kom þannig á móti Nottingham Forest 7. desember á síðasta ári. Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust orðnir mjög pirraðir á Dananum og það kom örugglega mörgum þeirra á óvart að lesa umfjöllun um og hrós til Danans eftir leikinn. Blaðamaður Daily Mail sá nefnilega ástæðu til að hrósa Dananum fyrir frammistöðuna í leiknum á Spáni. „Þetta var einn af mest lofandi leikjum hans í marga mánuði. Hann átti mörg flott hlaup í þessum leik. Ruben Amorim verður að finna leið til þess að hann, fá þetta frjálsræði sem hann fær í Evrópu, líka í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði blaðamaðurinn. Tölfræðin er þó ekki alveg að segja sömu sögu. Höjlund spilaði í níutíu mínútur í leiknum og skapaði vissulega þrjú færi fyrir liðsfélagana. Hann kom nítján sinnum við boltann þar af þrisvar í vítateig spænska liðsins. Hann átti samt ekki eitt einasta skot í þessum leik og var tvisvar dæmdur rangstæður. Höjlund tapaði líka sex af sjö samstuðum sem hann fór í þar af öllum þremur skallaeinvígunum. Rasmus Højlund has had a lot of stick the past couple of months - and most of it has been with reason - but I'm feeling sorry for him tonight.That's now NINETEEN games without a goal and it feels like his teammates have NO confidence in him. #MUFC pic.twitter.com/4yCP5sIOXn— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) March 6, 2025
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira