Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. mars 2025 20:00 Einar Falur er listamaður og var lengi vel myndstjóri Morgunblaðsins. Vísir/RAX „Ég hef lengi haft sérstakan áhuga á Sigfúsi Eymundssyni – hann var fyrstur Íslendinga til að starfa markvisst sem ljósmyndari og á sama tíma einn sá allra besti,” segir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnar á morgun sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni verður sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar. Um er að ræða fágæta dýrgripi í eigu Ljósmyndasafns Íslands sem afar sjaldan sjást. Einar Falur er fæddur árið 1966 en Sigfús árið 1837 og Einar segir Sigfús hafa verið á réttum stað á réttum tíma. „Hann myndaði staði sem við þekkjum vel í dag, en þá var enginn annar búinn að festa þá á filmu. Hann skapaði fyrstu myndirnar af mörgum þessara staða, sem í dag eru orðnir að klisjum, og því finnst mér mikilvægt að rifja upp hans framlag,“ segir Einar. Sigfús var sannkallaður frumkvöðull á sínu sviði. Orðinn hluti af fjölskyldunni Þegar Einar Falur talar um Sigfús er líkt og hann sé að tala um lifandi mann, en Sigfús lést árið 1911. Spurður að því hvort hann upplifi bein tengs við Sigfús segir Einar svo sannarlega vera. „Hann er orðinn hluti af fjölskyldunni. Ég hef í mörg ár verið á ferðalagi með Sigfúsi, hann hefur verið fararstjóri minn í aftursætinu, leiðbeint mér hvar ég ætti að staldra við og mynda. Handritið mitt hefur verið í framsætinu, þar sem ég greini verk hans og reyni að skilja hvernig hann horfði á heiminn. Ég hef bæði endurtekið sjónarhorn hans og fundið mín eigin og stundum verið ánægðari með þau,“ segir Einar Falur. „En þetta verkefni snýst ekki bara um Sigfús, heldur líka um tímann, söguna og hvernig við mótum landið okkar. Mér finnst mikilvægt að skoða hvernig við umgöngumst náttúruna, hvernig við skiljum við hana, og hvernig ljósmyndir verða að hluta af okkar sameiginlegu minni.“ Einar Falur á í ákveðnum samræðum við Sigfús. Fimm ár í bígerð Hugmyndin af sýningunni segir Einar hafa kviknað fyrir löngu síðan, fimm ár séu frá því að hann byrjaði markvisst að rannsaka, mynda og þróa verkefnið. En samhliða sýningunni gefur Þjóðminjasafnið út bókina Aftur – Í fótspor Sigfúsar Eymundssonar, með rúmlega 130 ljósmyndum ásamt texta eftir Einar Fal. Samtal við Sigfús er hluti af stærri rannsókn Einars Fals á verkum listamanna fortíðar. „Ég lít á öll verkefnin mín sem hluta af stærra samhengi. Þetta er eins konar þríleikur þar sem ég hef áður kallast á við verk Collingwoods og Larsens. Það er ákveðin samfella í öllum mínum sýningum og bókum, þær tala saman. Það sama á við hér, en að þessu sinni hef ég farið í beina myndrýni á verk Sigfúsar og jafnframt reynt að endurtaka sum sjónarhorn hans – og finna ný.“ Spurður að því hvort hann eigi uppáhaldsmynd á sýningunni segir Einar Falur svo ekki vera, hann hugsi ekki um verk sín á þeim forsendum. „Ég reyni alltaf að sjá sýninguna sem eina heild. En mér finnst áhugavert að heyra hvað gestir hafa að segja, hvaða myndir höfða til þeirra og hvers vegna. Ég þarf sjálfur að lifa lengi með myndunum áður en ég get tekið endanlega ákvörðun um hvaða verk fá að halda áfram í bók eða á sýningu, og hvaða myndir verða einfaldlega lagðar til hliðar.“ Einar Falur rýnir verk Sigfúsar en reynir að endurtaka sum sjónarhorn, en líka að taka ný. Menning Ljósmyndun Tengdar fréttir Reif sig upp frá Mogganum eftir fjörutíu ár Einar Falur Ingólfsson er listamaður. Hann tók stökkið eftir að hafa fjallað um list í 40 ár. En hann hafði verið að fikta við listsköpun lengi samhliða vinnu. Einar Falur er lærður ljósmyndari og kennir ljósmyndun, er bókmenntafræðingur en starfaði lengstum innan vébanda Morgunblaðsins. 14. september 2024 08:02 Maðurinn sem skapaði myndina af Íslandi Fyrsta yfirlitssýningin á ljósmyndum Sigfúsar Einarssonar verður opnuð á laugardag. Sama dag kemur út bók um athafnamanninn eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur. 5. júní 2013 14:00 Skrautleg saga húsanna sem brunnu Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. 19. apríl 2007 19:15 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á sýningunni verður sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar. Um er að ræða fágæta dýrgripi í eigu Ljósmyndasafns Íslands sem afar sjaldan sjást. Einar Falur er fæddur árið 1966 en Sigfús árið 1837 og Einar segir Sigfús hafa verið á réttum stað á réttum tíma. „Hann myndaði staði sem við þekkjum vel í dag, en þá var enginn annar búinn að festa þá á filmu. Hann skapaði fyrstu myndirnar af mörgum þessara staða, sem í dag eru orðnir að klisjum, og því finnst mér mikilvægt að rifja upp hans framlag,“ segir Einar. Sigfús var sannkallaður frumkvöðull á sínu sviði. Orðinn hluti af fjölskyldunni Þegar Einar Falur talar um Sigfús er líkt og hann sé að tala um lifandi mann, en Sigfús lést árið 1911. Spurður að því hvort hann upplifi bein tengs við Sigfús segir Einar svo sannarlega vera. „Hann er orðinn hluti af fjölskyldunni. Ég hef í mörg ár verið á ferðalagi með Sigfúsi, hann hefur verið fararstjóri minn í aftursætinu, leiðbeint mér hvar ég ætti að staldra við og mynda. Handritið mitt hefur verið í framsætinu, þar sem ég greini verk hans og reyni að skilja hvernig hann horfði á heiminn. Ég hef bæði endurtekið sjónarhorn hans og fundið mín eigin og stundum verið ánægðari með þau,“ segir Einar Falur. „En þetta verkefni snýst ekki bara um Sigfús, heldur líka um tímann, söguna og hvernig við mótum landið okkar. Mér finnst mikilvægt að skoða hvernig við umgöngumst náttúruna, hvernig við skiljum við hana, og hvernig ljósmyndir verða að hluta af okkar sameiginlegu minni.“ Einar Falur á í ákveðnum samræðum við Sigfús. Fimm ár í bígerð Hugmyndin af sýningunni segir Einar hafa kviknað fyrir löngu síðan, fimm ár séu frá því að hann byrjaði markvisst að rannsaka, mynda og þróa verkefnið. En samhliða sýningunni gefur Þjóðminjasafnið út bókina Aftur – Í fótspor Sigfúsar Eymundssonar, með rúmlega 130 ljósmyndum ásamt texta eftir Einar Fal. Samtal við Sigfús er hluti af stærri rannsókn Einars Fals á verkum listamanna fortíðar. „Ég lít á öll verkefnin mín sem hluta af stærra samhengi. Þetta er eins konar þríleikur þar sem ég hef áður kallast á við verk Collingwoods og Larsens. Það er ákveðin samfella í öllum mínum sýningum og bókum, þær tala saman. Það sama á við hér, en að þessu sinni hef ég farið í beina myndrýni á verk Sigfúsar og jafnframt reynt að endurtaka sum sjónarhorn hans – og finna ný.“ Spurður að því hvort hann eigi uppáhaldsmynd á sýningunni segir Einar Falur svo ekki vera, hann hugsi ekki um verk sín á þeim forsendum. „Ég reyni alltaf að sjá sýninguna sem eina heild. En mér finnst áhugavert að heyra hvað gestir hafa að segja, hvaða myndir höfða til þeirra og hvers vegna. Ég þarf sjálfur að lifa lengi með myndunum áður en ég get tekið endanlega ákvörðun um hvaða verk fá að halda áfram í bók eða á sýningu, og hvaða myndir verða einfaldlega lagðar til hliðar.“ Einar Falur rýnir verk Sigfúsar en reynir að endurtaka sum sjónarhorn, en líka að taka ný.
Menning Ljósmyndun Tengdar fréttir Reif sig upp frá Mogganum eftir fjörutíu ár Einar Falur Ingólfsson er listamaður. Hann tók stökkið eftir að hafa fjallað um list í 40 ár. En hann hafði verið að fikta við listsköpun lengi samhliða vinnu. Einar Falur er lærður ljósmyndari og kennir ljósmyndun, er bókmenntafræðingur en starfaði lengstum innan vébanda Morgunblaðsins. 14. september 2024 08:02 Maðurinn sem skapaði myndina af Íslandi Fyrsta yfirlitssýningin á ljósmyndum Sigfúsar Einarssonar verður opnuð á laugardag. Sama dag kemur út bók um athafnamanninn eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur. 5. júní 2013 14:00 Skrautleg saga húsanna sem brunnu Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. 19. apríl 2007 19:15 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Reif sig upp frá Mogganum eftir fjörutíu ár Einar Falur Ingólfsson er listamaður. Hann tók stökkið eftir að hafa fjallað um list í 40 ár. En hann hafði verið að fikta við listsköpun lengi samhliða vinnu. Einar Falur er lærður ljósmyndari og kennir ljósmyndun, er bókmenntafræðingur en starfaði lengstum innan vébanda Morgunblaðsins. 14. september 2024 08:02
Maðurinn sem skapaði myndina af Íslandi Fyrsta yfirlitssýningin á ljósmyndum Sigfúsar Einarssonar verður opnuð á laugardag. Sama dag kemur út bók um athafnamanninn eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur. 5. júní 2013 14:00
Skrautleg saga húsanna sem brunnu Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. 19. apríl 2007 19:15