Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 7. mars 2025 12:16 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent Ásthildi Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún óskar eftir tafarlausri lausn svo loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Vísir/Einar/Vilhelm Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns barna sem sent var þann 5. mars til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir þá alvarlegu staðreynd að stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar sem hún segir varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu. Hún segir í bréfinu að réttar og fullnægjandi upplýsingar af hálfu stjórnvalda séu forsenda þess að umboðsmaður barna og aðrir eftirlitsaðilar geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum. Hámarksvistunartími mun lengri en áður hefur komið fram Í bréfinu segir að ítrekað hafi komið fram opinberlega og í samskiptum umboðsmanns barna við mennta- og barnamálaráðuneytið og við Barna- og fjölskyldustofu að úrræðið sé í lítilli notkun og að börn hafi ekki dvalið þar lengur en í tvo sólarhringa. Þá kemur einnig fram að umboðsmanni barna hafi borist erindi frá foreldrum barna sem hafa verið vistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni mun lengur en upplýsingar stjórnvalda gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu sem sendar voru umboðsmanni barna hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti frá því að úrræðið var tekið í notkun og að vistun hafi varað í allt að sex daga í senn. Þar sagði einnig að börn allt niður í 12 ára hafi verið vistuð í úrræðinu. Lögreglustöðin í Flatahrauni hefur vistað börn í allt að sex daga. Yngsta barnið sem vistað hefur verið þar er tólf ára.Vísir/Vilhelm Þá óskaði umboðsmaður barna eftir afriti af starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins. Í starfsleyfinu og í eftirlitsskýrslu heilbrigðisnefndar frá 31. október 2024 kemur fram að hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar. Í bréfinu gerir umboðsmaður barna því alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina þar sem að þessar upplýsingar bendi eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir því frá upphafi að hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og hefur ítrekað komið fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðuneyti. Opinber gögn staðfesti að börn hafi verið vistuð þar í sex sólarhringa. SÞ Stangast á við Barnasáttmálann Bendir umboðsmaður barna einnig á ákvæði 37. gr. Barnasáttmálans sem tryggja á lágmarksréttindi barna sem svipt eru frelsi sínu. Í Barnasáttmálanum segir um börn í haldi: „Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína.“ Fangageymsla óásættanlegt úrræði fyrir börn í viðkvæmri stöðu Þá segir einnig í bréfinu að umboðsmaður barna hafi um árabil bent á að vistun barna í fangaklefum sé með öllu óásættanleg. Það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að börn væru ekki vistuð í fangaklefum heldur á meðferðarstofnun, óháð ástæðu frelsisviftingar. Skortur á úrræðum geti ekki réttlætt vistun í fangaklefum. Umboðsmaður barna segir í lok bréfs að það sé litið alvarlegum augum að Barna- og fjölskyldustofa skuli nú reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu. Þá er gerð ósk um að mennta- og barnamálaráðuneytið upplýsi embætti umboðsmanns barna tafarlaust um þær ráðstafanir sem gripið verði til svo að loka megi þessu úrræði fyrir börn. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Réttindi barna Hafnarfjörður Fangelsismál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns barna sem sent var þann 5. mars til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir þá alvarlegu staðreynd að stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar sem hún segir varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu. Hún segir í bréfinu að réttar og fullnægjandi upplýsingar af hálfu stjórnvalda séu forsenda þess að umboðsmaður barna og aðrir eftirlitsaðilar geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum. Hámarksvistunartími mun lengri en áður hefur komið fram Í bréfinu segir að ítrekað hafi komið fram opinberlega og í samskiptum umboðsmanns barna við mennta- og barnamálaráðuneytið og við Barna- og fjölskyldustofu að úrræðið sé í lítilli notkun og að börn hafi ekki dvalið þar lengur en í tvo sólarhringa. Þá kemur einnig fram að umboðsmanni barna hafi borist erindi frá foreldrum barna sem hafa verið vistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni mun lengur en upplýsingar stjórnvalda gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu sem sendar voru umboðsmanni barna hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti frá því að úrræðið var tekið í notkun og að vistun hafi varað í allt að sex daga í senn. Þar sagði einnig að börn allt niður í 12 ára hafi verið vistuð í úrræðinu. Lögreglustöðin í Flatahrauni hefur vistað börn í allt að sex daga. Yngsta barnið sem vistað hefur verið þar er tólf ára.Vísir/Vilhelm Þá óskaði umboðsmaður barna eftir afriti af starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins. Í starfsleyfinu og í eftirlitsskýrslu heilbrigðisnefndar frá 31. október 2024 kemur fram að hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar. Í bréfinu gerir umboðsmaður barna því alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina þar sem að þessar upplýsingar bendi eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir því frá upphafi að hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og hefur ítrekað komið fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðuneyti. Opinber gögn staðfesti að börn hafi verið vistuð þar í sex sólarhringa. SÞ Stangast á við Barnasáttmálann Bendir umboðsmaður barna einnig á ákvæði 37. gr. Barnasáttmálans sem tryggja á lágmarksréttindi barna sem svipt eru frelsi sínu. Í Barnasáttmálanum segir um börn í haldi: „Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína.“ Fangageymsla óásættanlegt úrræði fyrir börn í viðkvæmri stöðu Þá segir einnig í bréfinu að umboðsmaður barna hafi um árabil bent á að vistun barna í fangaklefum sé með öllu óásættanleg. Það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að börn væru ekki vistuð í fangaklefum heldur á meðferðarstofnun, óháð ástæðu frelsisviftingar. Skortur á úrræðum geti ekki réttlætt vistun í fangaklefum. Umboðsmaður barna segir í lok bréfs að það sé litið alvarlegum augum að Barna- og fjölskyldustofa skuli nú reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu. Þá er gerð ósk um að mennta- og barnamálaráðuneytið upplýsi embætti umboðsmanns barna tafarlaust um þær ráðstafanir sem gripið verði til svo að loka megi þessu úrræði fyrir börn.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Réttindi barna Hafnarfjörður Fangelsismál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira