Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 16:00 Ruben Amorim hefur ekki átt sjö dagana sæla sem stjóri Manchester United en liðið er þó enn með í Evrópudeildinni. Getty/James Gill Manchester United þarf að slá út Orra Óskarsson og félaga í Real Sociedad til að eiga enn möguleika á titli á þessari leiktíð. Rúben Amorim, stjóri United, segir félagið hins vegar hafa um „stærri hluti“ að hugsa en að vinna titil í vor. Amorim tók við sigursælasta liði enska boltans í nóvember en síðan þá hefur liðið fallið úr leik í enska deildabikarnum og bikarnum, og færst niður í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Von United um titil á þessari leiktíð og Evrópusæti á næstu leiktíð felst því í því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið mætir Real Sociedad í fyrri leik 16-liða úrslita á morgun klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. United vann bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð og deildabikarmeistaratil á þarsíðustu leiktíð, undir stjórn forvera Amorims, Eriks ten Hag. Amorim er hins vegar ekki of upptekinn af því að United landi endilega titli í vor. „Veit að það er skrýtið að segja það“ „Fólk horfir á Evrópudeildina sem einu keppnina sem við getum enn unnið, auk tengingarinnar á milli Evrópudeildarinnar og þess að komast í Meistaradeild Evrópu. En í sannleika sagt þá höfum við stærri hluti að hugsa um. Ég veit að það er skrýtið að segja það en við erum að reyna að búa eitthvað til hérna sem er mikilvægara en að vinna titil akkúrat núna,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports. ''We are trying to build something that is going to last more than any trophy this season'' 🗣️Ruben Amorim on the importance of Manchester United picking up silverware in the Europa League 🏆 pic.twitter.com/OuozpPDwhT— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2025 „Ég veit að okkur ber skylda til að berjast um alla titla en í augnablikinu erum við að reyna að búa eitthvað til sem endist lengur en titill á þessari leiktíð,“ sagði Amorim sem reynt hefur að innleiða nýja leikaðferð hjá United og sagt að félagið verði að sýna þolinmæði. Óvissa ríkir um hvort Harry Maguire og Manuel Ugarte geti spilað á Spáni á morgun en þeir tóku ekki þátt í æfingu United í dag, vegna „minni háttar vandamála“ samkvæmt BBC. Ólíklegt er að þeir spili leikinn. United er þegar án Lisandro Martinez, Amad Diallo, Luke Shaw, Mason Mount, Kobbie Mainoo, Patrick Dorgu og Jonny Evans vegna meiðsla. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Sjá meira
Amorim tók við sigursælasta liði enska boltans í nóvember en síðan þá hefur liðið fallið úr leik í enska deildabikarnum og bikarnum, og færst niður í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Von United um titil á þessari leiktíð og Evrópusæti á næstu leiktíð felst því í því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið mætir Real Sociedad í fyrri leik 16-liða úrslita á morgun klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. United vann bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð og deildabikarmeistaratil á þarsíðustu leiktíð, undir stjórn forvera Amorims, Eriks ten Hag. Amorim er hins vegar ekki of upptekinn af því að United landi endilega titli í vor. „Veit að það er skrýtið að segja það“ „Fólk horfir á Evrópudeildina sem einu keppnina sem við getum enn unnið, auk tengingarinnar á milli Evrópudeildarinnar og þess að komast í Meistaradeild Evrópu. En í sannleika sagt þá höfum við stærri hluti að hugsa um. Ég veit að það er skrýtið að segja það en við erum að reyna að búa eitthvað til hérna sem er mikilvægara en að vinna titil akkúrat núna,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports. ''We are trying to build something that is going to last more than any trophy this season'' 🗣️Ruben Amorim on the importance of Manchester United picking up silverware in the Europa League 🏆 pic.twitter.com/OuozpPDwhT— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2025 „Ég veit að okkur ber skylda til að berjast um alla titla en í augnablikinu erum við að reyna að búa eitthvað til sem endist lengur en titill á þessari leiktíð,“ sagði Amorim sem reynt hefur að innleiða nýja leikaðferð hjá United og sagt að félagið verði að sýna þolinmæði. Óvissa ríkir um hvort Harry Maguire og Manuel Ugarte geti spilað á Spáni á morgun en þeir tóku ekki þátt í æfingu United í dag, vegna „minni háttar vandamála“ samkvæmt BBC. Ólíklegt er að þeir spili leikinn. United er þegar án Lisandro Martinez, Amad Diallo, Luke Shaw, Mason Mount, Kobbie Mainoo, Patrick Dorgu og Jonny Evans vegna meiðsla.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Sjá meira