IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2025 09:58 Vörurnar sem um ræðir eru úr LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTRÅ og UTSUND vörulínunum. IKEA IKEA hefur innkallað útiljósaseríur og útiljós úr ákveðnum vörulínum þar sem rafmagnstengill stenst ekki öryggiskröfur. Vörurnar eru sagðar geta leitt til rafstuðs. Í tilkynningu frá IKEA segir að vörurnar sem um ræðir séu úr LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTRÅ og UTSUND vörulínunum. „IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga tilgreinda útilýsingu úr LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTRÅ og UTSUND vörulínunum til að taka þær úr umferð, skila í IKEA og fá endurgreitt. Vegna framleiðslugalla uppfyllir rafmagnstengillinn ekki öryggisstaðla sem getur leitt til rafstuðs. Hægt er að sjá hvort varan falli undir innköllunina á heitinu á LED spennubreytinum, dagstimplinum á LED spennubreytinum og heitinu á rafmagnstenglinum (sjá nánari upplýsingar hér að neðan). Þær vörur sem eru innkallaðar eru: LEDLJUS LED ljósasería, úti, svart, 24 ljósa LEDLJUS LED ljósasería, úti, svart, 64 ljósa SOMMARLÅNKE LED gólflampi, 100 cm, úti, drappað SOMMARLÅNKE LED ljósasería, úti, marglitt, 12 ljósa STRÅLA LED ljósasería, úti, gyllt, blikkandi stjörnur, 24 ljósa STRÅLA LED ljósahengi, úti, stjörnur, 48 ljósa SVARTRÅ LED ljósasería, úti, svart, 12 ljósa UTSUND LED ljósasería, úti, svart, 24 ljósa Heiti umrædds spennubreytis: ICPSH24-2-IL-1 Eftirtaldir dagstimplar á spennubreytinum ICPSH24-2-IL-1 falla undir innköllunina (ÁÁVV): 2138, 2141, 2148, 2209, 2215, 2224, 2231, 2236, 2320, 2326, 2332, 2336, 2347, 2409, 2413, 2421, 2423, 2424, 2426, 2434, 2437 Heiti umrædds rafmagnstengils: SYK-02F Hvers vegna er ekki öruggt að nota þessar vörur? Öryggi er alltaf efst á forgangslista IKEA og því hefur verið ákveðið að innkalla ákveðnar útiljósaseríur og útiljós úr LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTRÅ og UTSUND vörulínunum. IKEA vörur fara í gegnum áhættumat og ítarlegar prófanir til að tryggja að þær uppfylli gildandi kröfur og reglugerðir á markaðssvæðum þar sem IKEA er starfrækt. Þrátt fyrir það höfum við verið upplýst um að vegna framleiðslugalla þá uppfylli ákveðnir rafmagnstenglar fyrir ofangreindar vörur ekki viðeigandi öryggisstaðla um vatnsþéttni. Því innköllum við LED útiljósaseríur og útiljós sem eru með þessa gölluðu rafmagnstengla. Hægt er að þekkja þær vörur sem falla undir innköllunina á heiti LED spennubreytisins (ICPSH24-2-IL-1), dagstimplum (ÁÁVV – sjá umrædda dagstimpla hér að ofan) á spennubreytinum og heiti rafmagnstengilsins (SYK-02F). Vörur sem eru með annan spennubreyti, aðra dagstimpla og annan rafmagnstengil falla ekki undir innköllunina. Hvað þurfa viðskiptavinir okkar að gera? Viðskiptavinir okkar sem eiga umrædda vöru ættu að taka hana úr umferð og hafa samband við IKEA fyrir nýja vöru eða endurgreiðslu. Einnig hvetjum við ykkur til þess að láta orðið berast, sérstaklega ef þið vitið til þess að þessar vörur hafa verið gefnar, lánaðar eða seldar öðrum. Við hverju mega viðskiptavinir okkar búast? Hægt er að skila þeim vörum sem falla undir innköllunina í IKEA verslunina og fá endurgreitt að fullu. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á IKEA.is. IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni. Innköllun IKEA Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira
Í tilkynningu frá IKEA segir að vörurnar sem um ræðir séu úr LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTRÅ og UTSUND vörulínunum. „IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga tilgreinda útilýsingu úr LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTRÅ og UTSUND vörulínunum til að taka þær úr umferð, skila í IKEA og fá endurgreitt. Vegna framleiðslugalla uppfyllir rafmagnstengillinn ekki öryggisstaðla sem getur leitt til rafstuðs. Hægt er að sjá hvort varan falli undir innköllunina á heitinu á LED spennubreytinum, dagstimplinum á LED spennubreytinum og heitinu á rafmagnstenglinum (sjá nánari upplýsingar hér að neðan). Þær vörur sem eru innkallaðar eru: LEDLJUS LED ljósasería, úti, svart, 24 ljósa LEDLJUS LED ljósasería, úti, svart, 64 ljósa SOMMARLÅNKE LED gólflampi, 100 cm, úti, drappað SOMMARLÅNKE LED ljósasería, úti, marglitt, 12 ljósa STRÅLA LED ljósasería, úti, gyllt, blikkandi stjörnur, 24 ljósa STRÅLA LED ljósahengi, úti, stjörnur, 48 ljósa SVARTRÅ LED ljósasería, úti, svart, 12 ljósa UTSUND LED ljósasería, úti, svart, 24 ljósa Heiti umrædds spennubreytis: ICPSH24-2-IL-1 Eftirtaldir dagstimplar á spennubreytinum ICPSH24-2-IL-1 falla undir innköllunina (ÁÁVV): 2138, 2141, 2148, 2209, 2215, 2224, 2231, 2236, 2320, 2326, 2332, 2336, 2347, 2409, 2413, 2421, 2423, 2424, 2426, 2434, 2437 Heiti umrædds rafmagnstengils: SYK-02F Hvers vegna er ekki öruggt að nota þessar vörur? Öryggi er alltaf efst á forgangslista IKEA og því hefur verið ákveðið að innkalla ákveðnar útiljósaseríur og útiljós úr LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTRÅ og UTSUND vörulínunum. IKEA vörur fara í gegnum áhættumat og ítarlegar prófanir til að tryggja að þær uppfylli gildandi kröfur og reglugerðir á markaðssvæðum þar sem IKEA er starfrækt. Þrátt fyrir það höfum við verið upplýst um að vegna framleiðslugalla þá uppfylli ákveðnir rafmagnstenglar fyrir ofangreindar vörur ekki viðeigandi öryggisstaðla um vatnsþéttni. Því innköllum við LED útiljósaseríur og útiljós sem eru með þessa gölluðu rafmagnstengla. Hægt er að þekkja þær vörur sem falla undir innköllunina á heiti LED spennubreytisins (ICPSH24-2-IL-1), dagstimplum (ÁÁVV – sjá umrædda dagstimpla hér að ofan) á spennubreytinum og heiti rafmagnstengilsins (SYK-02F). Vörur sem eru með annan spennubreyti, aðra dagstimpla og annan rafmagnstengil falla ekki undir innköllunina. Hvað þurfa viðskiptavinir okkar að gera? Viðskiptavinir okkar sem eiga umrædda vöru ættu að taka hana úr umferð og hafa samband við IKEA fyrir nýja vöru eða endurgreiðslu. Einnig hvetjum við ykkur til þess að láta orðið berast, sérstaklega ef þið vitið til þess að þessar vörur hafa verið gefnar, lánaðar eða seldar öðrum. Við hverju mega viðskiptavinir okkar búast? Hægt er að skila þeim vörum sem falla undir innköllunina í IKEA verslunina og fá endurgreitt að fullu. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á IKEA.is. IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni.
Innköllun IKEA Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira