Innlent

Við­brögð við hag­ræðingar­tillögum og stofnun varnar­mála­nefndar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Hægt væri að spara minnst sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs á næstu fjórum árum af farið verður eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Til þess þarf að sameina háskóla, söfn, lögregluembætti og dómstóla. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins bregst við tillögum í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vólódímír Selenskí segist tilbúinn að setjast að samningaborðinu með Bandaríkjunum til að tryggja frið í Úkraínu. Utanríkisráðherra Íslands hyggst stofna þverpólitíska varnarmálanefnd á næstu vikum.

Upp úr sauð í serbneska þinginu í dag þegar greiða átti atkvæði um aukin fjárframlög til háskóla. Þrír þingmenn eru slasaðir, þar af einn alvarlega, en reyksprengjum var beitt inni í þingsal.

Kennarar samþykktu nýjan kjarasamning við ríki og sveitarfélög. Formaður KÍ segir mikla kosningaþátttöku og yfirgnæfandi stuðning til marks um sterkt umboð forystunnar.

Í íþróttapakkanum hittum við hinn nítján ára gamla Ísak Steinsson sem gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í handbolta á næstunni og þannig fetað í fótspor afa síns.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 4. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×