Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2025 13:33 Stuðningsmenn San Diego slógu ekki beint í gegn í fyrsta heimaleik í sögu félagsins. vísir/getty Nýjasta liðið í MLS-deildinni, San Diego FC, var að spila sinn fyrsta heimaleik í sögunni. Ekki varð úr sú gleðistund sem eigendur félagsins vonuðust eftir. Leikurinn endaði með leiðinlega markalausu jafntefli en það var framganga áhorfenda sem stal fyrirsögnunum eftir leik. Stór hluti áhorfenda notaði nefnilega niðrandi orð ítrekað allan leikinn. Orðið er þekkt í mexíkóska boltanum og hefur kostað mörg félög milljónir í sektir. Orðið þýðir karlhóra. Stuðningsmenn öskruðu orðið í hvert skipti sem markvörður andstæðinganna sparkaði boltanum frá marki sínu. „Það sem gekk á hér í kvöld endurspeglar ekki hvernig félag við erum og gildin sem við stöndum fyrir,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Okkar boðskapur er að bera virðingu fyrir öllum og að fótbolti sé fyrir alla.“ Farið verður í þá erfiðu leit að finna sökudólgana. Þeir koma þó ekki úr herbúðum harðkjarna stuðningsmanna liðsins heldur voru þetta áhorfendur sem sátu í almennum sætum. Dugar ekki að sekta Vandamálið er aftur á móti áratugagamalt í Mexíkó. Endalausar sektir frá FIFA og átök á vegum knattspyrnusambands Mexíkó hafa engu skilað í þessari baráttu. Meðal annars hefur verið burgðist við vandamálinu með því að spila háværa tónlist á völlunum er áhorfendur láta í sér heyra. Knattspyrnuáhugamenn í Mexíkó segja of mikið gert úr þessu. „Fótboltaleikur er partí og fólk segir þetta bara í gríni. Svona hefur þetta verið í áratugi og mun örugglega aldrei breytast,“ sagði 38 ára gamall stuðningsmaður landsliðs Mexíkó eftir að orðið hafði verið notað í landsleik gegn Bandaríkjunum. Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Leikurinn endaði með leiðinlega markalausu jafntefli en það var framganga áhorfenda sem stal fyrirsögnunum eftir leik. Stór hluti áhorfenda notaði nefnilega niðrandi orð ítrekað allan leikinn. Orðið er þekkt í mexíkóska boltanum og hefur kostað mörg félög milljónir í sektir. Orðið þýðir karlhóra. Stuðningsmenn öskruðu orðið í hvert skipti sem markvörður andstæðinganna sparkaði boltanum frá marki sínu. „Það sem gekk á hér í kvöld endurspeglar ekki hvernig félag við erum og gildin sem við stöndum fyrir,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Okkar boðskapur er að bera virðingu fyrir öllum og að fótbolti sé fyrir alla.“ Farið verður í þá erfiðu leit að finna sökudólgana. Þeir koma þó ekki úr herbúðum harðkjarna stuðningsmanna liðsins heldur voru þetta áhorfendur sem sátu í almennum sætum. Dugar ekki að sekta Vandamálið er aftur á móti áratugagamalt í Mexíkó. Endalausar sektir frá FIFA og átök á vegum knattspyrnusambands Mexíkó hafa engu skilað í þessari baráttu. Meðal annars hefur verið burgðist við vandamálinu með því að spila háværa tónlist á völlunum er áhorfendur láta í sér heyra. Knattspyrnuáhugamenn í Mexíkó segja of mikið gert úr þessu. „Fótboltaleikur er partí og fólk segir þetta bara í gríni. Svona hefur þetta verið í áratugi og mun örugglega aldrei breytast,“ sagði 38 ára gamall stuðningsmaður landsliðs Mexíkó eftir að orðið hafði verið notað í landsleik gegn Bandaríkjunum.
Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira