Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 09:02 Pep Guardiola grípur um höfuð sér á leiknum gegn Plymouth um helgina. Getty/Justin Setterfield Boltarnir sem notaðir hafa verið í ensku bikarkeppnunum í vetur virðast ekki hafa slegið í gegn. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, leyfði sér að kvarta undan boltanum í ljósi þess að liðið hafði unnið Plymouth í FA-bikarnum á laugardag. Fyrr í vetur kvartaði Mikel Arteta undan Puma-boltanum sem notaður er í enska deildabikarnum. Það var eftir tapleik gegn Newcastle og þótti sumum aumkunarvert af Arsenal-stjóranum að benda á boltann eftir það tap. Í FA bikarnum er notast við Mitre-bolta sem leikmenn City skutu tuttugu sinnum framhjá markinu, í 3-1 sigrinum gegn Plymouth á laugardaginn. „Boltinn í FA bikarnum er ekki almennilegur,“ fullyrti Guardiola á blaðamannafundi og er greinilega mun ánægaðari með Nike-boltana sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni og Adidas-boltana í Meistaradeild Evrópu. Hljómar eins og væl þegar maður tapar „Boltinn í Meistaradeildinni er framúrskarandi. Boltinn í úrvalsdeildinni er framúrskarandi. Þessi bolti er það ekki. Það er erfitt að stýra honum,“ sagði Guardiola. „Þegar maður tapar þá hljómar þetta eins og væl en þessi bolti er bara ekki í lagi. Þetta hefur margoft verið svona í FA bikarnum og deildabikarnum. Ég veit að þetta snýst um viðskipti og að menn hafa gert samninga,“ sagði Guardiola. „Vitið þið hvað það fóru mörg skot yfir markið? Skoðið aðra leiki. Vanalega fer boltinn inn úr svona skotum,“ bætti Spánverjinn við. Segjast viss um að boltinn sé nógu góður BBC kallaði eftir viðbrögðum frá enska knattspyrnusambandinu og fékk þau svör að Mitre Ultimax Pro boltinn hefði staðist öll próf hjá FIFA. „Við skiljum að skoðanir séu mismunandi en við erum viss um að boltinn sé góður. Það hafa yfir 350 mörk verið skoruð í keppninni hingað til og hann er spennandi hluti af þessari hörkukeppni,“ sagði fulltrúi enska sambandsins. Rétt er að taka fram að liðin fá öll keppnisbolta til að æfa með í aðdraganda leikja. City mætir næst Bournemouth í 8-liða úrslitum bikarsins en dregið var í gær, þrátt fyrir að 16-liða úrslitunum ljúki ekki fyrr en í kvöld þegar Nottingham Forest og Ipswich mætast. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Fyrr í vetur kvartaði Mikel Arteta undan Puma-boltanum sem notaður er í enska deildabikarnum. Það var eftir tapleik gegn Newcastle og þótti sumum aumkunarvert af Arsenal-stjóranum að benda á boltann eftir það tap. Í FA bikarnum er notast við Mitre-bolta sem leikmenn City skutu tuttugu sinnum framhjá markinu, í 3-1 sigrinum gegn Plymouth á laugardaginn. „Boltinn í FA bikarnum er ekki almennilegur,“ fullyrti Guardiola á blaðamannafundi og er greinilega mun ánægaðari með Nike-boltana sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni og Adidas-boltana í Meistaradeild Evrópu. Hljómar eins og væl þegar maður tapar „Boltinn í Meistaradeildinni er framúrskarandi. Boltinn í úrvalsdeildinni er framúrskarandi. Þessi bolti er það ekki. Það er erfitt að stýra honum,“ sagði Guardiola. „Þegar maður tapar þá hljómar þetta eins og væl en þessi bolti er bara ekki í lagi. Þetta hefur margoft verið svona í FA bikarnum og deildabikarnum. Ég veit að þetta snýst um viðskipti og að menn hafa gert samninga,“ sagði Guardiola. „Vitið þið hvað það fóru mörg skot yfir markið? Skoðið aðra leiki. Vanalega fer boltinn inn úr svona skotum,“ bætti Spánverjinn við. Segjast viss um að boltinn sé nógu góður BBC kallaði eftir viðbrögðum frá enska knattspyrnusambandinu og fékk þau svör að Mitre Ultimax Pro boltinn hefði staðist öll próf hjá FIFA. „Við skiljum að skoðanir séu mismunandi en við erum viss um að boltinn sé góður. Það hafa yfir 350 mörk verið skoruð í keppninni hingað til og hann er spennandi hluti af þessari hörkukeppni,“ sagði fulltrúi enska sambandsins. Rétt er að taka fram að liðin fá öll keppnisbolta til að æfa með í aðdraganda leikja. City mætir næst Bournemouth í 8-liða úrslitum bikarsins en dregið var í gær, þrátt fyrir að 16-liða úrslitunum ljúki ekki fyrr en í kvöld þegar Nottingham Forest og Ipswich mætast.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira