Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 09:02 Pep Guardiola grípur um höfuð sér á leiknum gegn Plymouth um helgina. Getty/Justin Setterfield Boltarnir sem notaðir hafa verið í ensku bikarkeppnunum í vetur virðast ekki hafa slegið í gegn. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, leyfði sér að kvarta undan boltanum í ljósi þess að liðið hafði unnið Plymouth í FA-bikarnum á laugardag. Fyrr í vetur kvartaði Mikel Arteta undan Puma-boltanum sem notaður er í enska deildabikarnum. Það var eftir tapleik gegn Newcastle og þótti sumum aumkunarvert af Arsenal-stjóranum að benda á boltann eftir það tap. Í FA bikarnum er notast við Mitre-bolta sem leikmenn City skutu tuttugu sinnum framhjá markinu, í 3-1 sigrinum gegn Plymouth á laugardaginn. „Boltinn í FA bikarnum er ekki almennilegur,“ fullyrti Guardiola á blaðamannafundi og er greinilega mun ánægaðari með Nike-boltana sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni og Adidas-boltana í Meistaradeild Evrópu. Hljómar eins og væl þegar maður tapar „Boltinn í Meistaradeildinni er framúrskarandi. Boltinn í úrvalsdeildinni er framúrskarandi. Þessi bolti er það ekki. Það er erfitt að stýra honum,“ sagði Guardiola. „Þegar maður tapar þá hljómar þetta eins og væl en þessi bolti er bara ekki í lagi. Þetta hefur margoft verið svona í FA bikarnum og deildabikarnum. Ég veit að þetta snýst um viðskipti og að menn hafa gert samninga,“ sagði Guardiola. „Vitið þið hvað það fóru mörg skot yfir markið? Skoðið aðra leiki. Vanalega fer boltinn inn úr svona skotum,“ bætti Spánverjinn við. Segjast viss um að boltinn sé nógu góður BBC kallaði eftir viðbrögðum frá enska knattspyrnusambandinu og fékk þau svör að Mitre Ultimax Pro boltinn hefði staðist öll próf hjá FIFA. „Við skiljum að skoðanir séu mismunandi en við erum viss um að boltinn sé góður. Það hafa yfir 350 mörk verið skoruð í keppninni hingað til og hann er spennandi hluti af þessari hörkukeppni,“ sagði fulltrúi enska sambandsins. Rétt er að taka fram að liðin fá öll keppnisbolta til að æfa með í aðdraganda leikja. City mætir næst Bournemouth í 8-liða úrslitum bikarsins en dregið var í gær, þrátt fyrir að 16-liða úrslitunum ljúki ekki fyrr en í kvöld þegar Nottingham Forest og Ipswich mætast. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Sjá meira
Fyrr í vetur kvartaði Mikel Arteta undan Puma-boltanum sem notaður er í enska deildabikarnum. Það var eftir tapleik gegn Newcastle og þótti sumum aumkunarvert af Arsenal-stjóranum að benda á boltann eftir það tap. Í FA bikarnum er notast við Mitre-bolta sem leikmenn City skutu tuttugu sinnum framhjá markinu, í 3-1 sigrinum gegn Plymouth á laugardaginn. „Boltinn í FA bikarnum er ekki almennilegur,“ fullyrti Guardiola á blaðamannafundi og er greinilega mun ánægaðari með Nike-boltana sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni og Adidas-boltana í Meistaradeild Evrópu. Hljómar eins og væl þegar maður tapar „Boltinn í Meistaradeildinni er framúrskarandi. Boltinn í úrvalsdeildinni er framúrskarandi. Þessi bolti er það ekki. Það er erfitt að stýra honum,“ sagði Guardiola. „Þegar maður tapar þá hljómar þetta eins og væl en þessi bolti er bara ekki í lagi. Þetta hefur margoft verið svona í FA bikarnum og deildabikarnum. Ég veit að þetta snýst um viðskipti og að menn hafa gert samninga,“ sagði Guardiola. „Vitið þið hvað það fóru mörg skot yfir markið? Skoðið aðra leiki. Vanalega fer boltinn inn úr svona skotum,“ bætti Spánverjinn við. Segjast viss um að boltinn sé nógu góður BBC kallaði eftir viðbrögðum frá enska knattspyrnusambandinu og fékk þau svör að Mitre Ultimax Pro boltinn hefði staðist öll próf hjá FIFA. „Við skiljum að skoðanir séu mismunandi en við erum viss um að boltinn sé góður. Það hafa yfir 350 mörk verið skoruð í keppninni hingað til og hann er spennandi hluti af þessari hörkukeppni,“ sagði fulltrúi enska sambandsins. Rétt er að taka fram að liðin fá öll keppnisbolta til að æfa með í aðdraganda leikja. City mætir næst Bournemouth í 8-liða úrslitum bikarsins en dregið var í gær, þrátt fyrir að 16-liða úrslitunum ljúki ekki fyrr en í kvöld þegar Nottingham Forest og Ipswich mætast.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Sjá meira