Það var líkt og þakið ætlaði að rifna af Laugardalshöllinni þegar úrslitin voru kynnt en við förum yfir stemninguna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Bretar, Frakkar og Úkraínumenn ætla að sameinast um að gera drög að áætlun sem á að stuðla að friði vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Drögin verði síðan borin undir Bandaríkjastjórn, en þetta er meðal þess sem fyrir liggur eftir fundi Evrópuleiðtoga í Lundúnum í dag. Við förum yfir stöðuna í heimsmálunum með sérfræðingi í beinni.
Þá segjum við frá því að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins byrjar á næstunni að skima fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Um er að ræða heimaskimun en sextíu manns láta lífið úr sjúkdómnum á Íslandi á hverju ári.