Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 14:32 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Vísir Utanríkisráðuneytið og Fjarskiptastofa undirrituðu í dag samkomulag um flutning á starfsemi netöryggissveitarinnar CERT-IS í starfstöð ráðuneytisins. Á næstu vikum flyst því starfsemi netöryggissveitarinnar frá starfstöð Fjarskiptastofu við Suðurlandsbraut og í húsnæði utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands og styrki þátttöku hennar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og netöryggis, meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, og Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, við undirritun samkomulagsins ásamt Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar CERT-IS, Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Bjarka Þórssyni, lögfræðingi á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá styrki flutningurinn samlegð og samstarf utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en ráðuneytið og netöryggissveitin hafi síðastliðin ár átt gott samstarf um netöryggismál á grundvelli samstarfssamnings. „Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar að styrkja netöryggi á víðsjárverðum tímum en netöryggisveitin hefur styrkst mjög á síðustu árum og samstarfið við varnarmálaskrifstofu vaxið. Nú þegar við þurfum að efla öryggis- og varnarmálin er mikilvægt að við leitum leiða til að efla okkar stofnanir og tengja saman svo þær geti unnið sem ein öflug heild til að mæta þeim ógnum og áskorunum sem að okkur steðja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins í desember síðastliðnum var ákveðið að efla utanríkisráðuneytið á sviði varnar- og netöryggismála. Flutningur á starfsemi netöryggissveitarinnar í starfstöð utanríkisráðuneytisins er sagt mikilvægt skref í þeirri vegferð. Utanríkismál Netöryggi NATO Stjórnsýsla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands og styrki þátttöku hennar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og netöryggis, meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, og Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, við undirritun samkomulagsins ásamt Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar CERT-IS, Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Bjarka Þórssyni, lögfræðingi á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá styrki flutningurinn samlegð og samstarf utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en ráðuneytið og netöryggissveitin hafi síðastliðin ár átt gott samstarf um netöryggismál á grundvelli samstarfssamnings. „Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar að styrkja netöryggi á víðsjárverðum tímum en netöryggisveitin hefur styrkst mjög á síðustu árum og samstarfið við varnarmálaskrifstofu vaxið. Nú þegar við þurfum að efla öryggis- og varnarmálin er mikilvægt að við leitum leiða til að efla okkar stofnanir og tengja saman svo þær geti unnið sem ein öflug heild til að mæta þeim ógnum og áskorunum sem að okkur steðja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins í desember síðastliðnum var ákveðið að efla utanríkisráðuneytið á sviði varnar- og netöryggismála. Flutningur á starfsemi netöryggissveitarinnar í starfstöð utanríkisráðuneytisins er sagt mikilvægt skref í þeirri vegferð.
Utanríkismál Netöryggi NATO Stjórnsýsla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira