Innlent

Bein út­sending: Lands­fundur Sjálf­stæðis­flokksins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson formaður flokksins setur landsfund Sjálfstæðisflokksins á föstudegi og verður kvaddur á laugardegi. Á sunnudaginn kemur í ljós hver tekur við formennsku í flokknum.
Bjarni Benediktsson formaður flokksins setur landsfund Sjálfstæðisflokksins á föstudegi og verður kvaddur á laugardegi. Á sunnudaginn kemur í ljós hver tekur við formennsku í flokknum. Vísir/vilhelm

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur klukkan 16:30 í dag og lýkur á sunnudag þegar í ljós kemur hver verður næsti formaður flokksins. Öllum ræðum á fundinum verður streymt í beinni útsendingu.

Að neðan má sjá spilara fyrir þá viðburði sem streymt verður frá hvern dag.

Föstudagur

Kl. 16:30 Setningarræða Bjarna Benediktssonar formanns

Laugardagur

Kl. 10:30-10:45 Skýrsla ritara

Kl. 10:45-11:00 Skýrsla framkvæmdastjóra

Kl. 11:45-12:00 Ræða varaformanns

Kl. 13:00-14:30 Formaður kvaddur

Kl. 14:30 Ræður frambjóðenda til formanns, varaformanns og ritara

Sunnudagur

Kl. 11:30 Kosning til formanns, varaformanns og ritara

Talið er líklegt að úrslitin um formann verði kynnt á milli kl. 12:30 og 13:00. Kosning í varaformann um klukkustund síðar og svo kosning í ritara flokksins.

Eftir hádegið eru ræður formanna landssambanda

Kl. 17:00 Ávarp formanns og áætluð fundarslit

Að neðan má sjá dagskrá fundarins.

Dagskrá landsfundar Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×