Viðskipti innlent

For­stjóri ÁTVR lætur af störfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ívar J. Arndal er forstjóri ÁTVR.
Ívar J. Arndal er forstjóri ÁTVR. ÁTVR/Vilhelm

Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri staðfestir tíðindin við fréttastofu RÚV. Ívar hefur starfað í 35 ár hjá ÁTVR, sem aðstoðarforstjóri frá árinu 2000 og sem forstjóri frá árinu 2005.

Lítið hefur farið fyrir Ívari í fjölmiðlum í forstjóratíð hans. Því sem næst öll samskipti við fjölmiðla hafa farið í gegnum aðstoðarforstjórann Sigrúnu Ósk. Eina sem haft hefur verið eftir Ívari undanfarin ár hafa verið skrif hans í ársskýrslu stofnunarinnar.

Það kemur í hlut fjármála- og efnahagsráðherra að skipa nýjan forstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×