Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2025 13:06 Þórður Már Jóhannesson segir niðurstöðu dómstóla tala sínu mála. Þórður Már Jóhannesson fjárfestir segir allar staðhæfingar Björns Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Lyfjablóms, í tengslum við atvika er varða fjárfestingarfélagið Gnúp á árunum fyrir hrun fullkomlega tilhæfulausar. Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms vegna málsins. Málið tengist fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., átti 47 prósent hlut í Gnúpi, en stefndi Þórður Már gegndi forstjórastöðu í félaginu. Eigendur Lyfjablóms ehf. voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig Guðrún Pétursdóttir er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Þess má einnig geta að Sólveig var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007, á þeim tíma sem hinir umdeildu viðskiptagerningar voru framkvæmdir. Lyfjablóms krafðist 2,3 milljarða af Þórði og Sólveigu í tengslum við málið. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfunni og Hæstiréttur hefur nú hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms. „Björn Sch. Thorsteinsson hefur, í gegnum félagið Lyfjabóm ehf., nú í tæp átta ár staðið í málaskaki við mig og fleiri einstaklinga vegna atvika er urðu í tengslum við Fjárfestingafélagið Gnúp á árunum 2006 og 2007. Þá hefur hann farið mikinn í fjölmiðlum gagnvart mér með alvarlegum aðdróttunum, meðal annars um refsiverða háttsemi. Ennfremur hefur hann veist að endurskoðendum sem gáfu skýrslur fyrir dómi og kært þá til lögreglu ásamt því að sýna látnum manni óvirðingu,“ segir í yfirlýsingu Þórðar. „Allar staðhæfingar Björns í tengslum við þessi mál eru fullkomlega tilhæfulausar. Það hafa dómstólar staðfest, fyrst með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2022; þá með dómi Landsréttar 28. nóvember 2024, og loks nú með því að Hæstiréttur Íslands hafnaði því hinn 21. febrúar síðastliðinn að veita áfrýjunarleyfi á málinu til réttarins. Ég mun sem fyrr ekki elta ólar við svívirðingar Björns Sch. Thorsteinssonar í minn garð. Ég vísa einfaldlega til framangreindra dómsniðurstaðna. Þær tala sínu máli.“ Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Málið tengist fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., átti 47 prósent hlut í Gnúpi, en stefndi Þórður Már gegndi forstjórastöðu í félaginu. Eigendur Lyfjablóms ehf. voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig Guðrún Pétursdóttir er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Þess má einnig geta að Sólveig var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007, á þeim tíma sem hinir umdeildu viðskiptagerningar voru framkvæmdir. Lyfjablóms krafðist 2,3 milljarða af Þórði og Sólveigu í tengslum við málið. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfunni og Hæstiréttur hefur nú hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms. „Björn Sch. Thorsteinsson hefur, í gegnum félagið Lyfjabóm ehf., nú í tæp átta ár staðið í málaskaki við mig og fleiri einstaklinga vegna atvika er urðu í tengslum við Fjárfestingafélagið Gnúp á árunum 2006 og 2007. Þá hefur hann farið mikinn í fjölmiðlum gagnvart mér með alvarlegum aðdróttunum, meðal annars um refsiverða háttsemi. Ennfremur hefur hann veist að endurskoðendum sem gáfu skýrslur fyrir dómi og kært þá til lögreglu ásamt því að sýna látnum manni óvirðingu,“ segir í yfirlýsingu Þórðar. „Allar staðhæfingar Björns í tengslum við þessi mál eru fullkomlega tilhæfulausar. Það hafa dómstólar staðfest, fyrst með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2022; þá með dómi Landsréttar 28. nóvember 2024, og loks nú með því að Hæstiréttur Íslands hafnaði því hinn 21. febrúar síðastliðinn að veita áfrýjunarleyfi á málinu til réttarins. Ég mun sem fyrr ekki elta ólar við svívirðingar Björns Sch. Thorsteinssonar í minn garð. Ég vísa einfaldlega til framangreindra dómsniðurstaðna. Þær tala sínu máli.“
Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira