„Fyrr skal ég dauður liggja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 11:30 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, veit að hans menn þurfa að gera eitthvað sérstakt ætli þeir að vinna titilinn í vor. Getty/James Gill Vonin er veik en hún er samt enn með lífsmarki þegar kemur að því að enda meira en tveggja áratuga bið Arsenal eftir Englandsmeistaratitli. Helgin var samt allt annað en góð fyrir Arsenal menn sem töpuðu á heimavelli sínum á móti West Ham og horfðu síðan Liverpool vinna á heimavelli Englandsmeistara Manchester City daginn eftir. Fyrir vikið er Liverpool komið með ellefu stiga forskot á toppnum og sumir nánast búnir að krýna þá enska meistara í ár. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er hins vegar ekki búinn að gefast upp. „Fyrr skal ég dauður liggja,“ sagði Arteta um hvort að hann væri búinn að gefa upp vonina um titilinn en hann viðurkenndi þó að hans lið þyrftu að gera eitthvað sem hefði ekki sést áður í ensku úrvalsdeildinni. Hann notaði nákvæmtlega orðalagið „Over my dead body“. „Ég mun ekki gefast upp ekki nema að það sé ekki lengur stærðfræðilegur möguleiki. Þú átt enn möguleika og verður að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við skyndilega möguleika á því að minnka forskotið og vera þá einum og hálfum leik frá þeim. Það skiptir ekki máli hver staðan er því þú verður að halda áfram,“ sagði Arteta. „Erfiðleikastuðullinn er hærri núna en fyrir þremur dögum en ef þú ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu alltaf að gera eitthvað sérstakt. Ef við ætlum að vinna ensku úrvalsdeildina í þessum kringumstæðum þá verðum við að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta. Fyrst á dagskrá er leikur á móti spútnikliði Nottingham Forest á útivelli í kvöld. Arteta hrósaði sérstaklega Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. „Hann hefur verið ótrúlegur. Ekki bara hvað hann hefur gert hjá Forest en einnig hvað hann gerði áður hjá Wolves. Það var magnað. Hann getur verið stoltur af því og félagið stolt af honum,“ sagði Arteta. „Það sem þeir hafa gert síðan þeir komu aftur upp í ensku úrvalsdeildina er stórmerkileg saga og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það,“ sagði Arteta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Helgin var samt allt annað en góð fyrir Arsenal menn sem töpuðu á heimavelli sínum á móti West Ham og horfðu síðan Liverpool vinna á heimavelli Englandsmeistara Manchester City daginn eftir. Fyrir vikið er Liverpool komið með ellefu stiga forskot á toppnum og sumir nánast búnir að krýna þá enska meistara í ár. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er hins vegar ekki búinn að gefast upp. „Fyrr skal ég dauður liggja,“ sagði Arteta um hvort að hann væri búinn að gefa upp vonina um titilinn en hann viðurkenndi þó að hans lið þyrftu að gera eitthvað sem hefði ekki sést áður í ensku úrvalsdeildinni. Hann notaði nákvæmtlega orðalagið „Over my dead body“. „Ég mun ekki gefast upp ekki nema að það sé ekki lengur stærðfræðilegur möguleiki. Þú átt enn möguleika og verður að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við skyndilega möguleika á því að minnka forskotið og vera þá einum og hálfum leik frá þeim. Það skiptir ekki máli hver staðan er því þú verður að halda áfram,“ sagði Arteta. „Erfiðleikastuðullinn er hærri núna en fyrir þremur dögum en ef þú ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu alltaf að gera eitthvað sérstakt. Ef við ætlum að vinna ensku úrvalsdeildina í þessum kringumstæðum þá verðum við að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta. Fyrst á dagskrá er leikur á móti spútnikliði Nottingham Forest á útivelli í kvöld. Arteta hrósaði sérstaklega Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. „Hann hefur verið ótrúlegur. Ekki bara hvað hann hefur gert hjá Forest en einnig hvað hann gerði áður hjá Wolves. Það var magnað. Hann getur verið stoltur af því og félagið stolt af honum,“ sagði Arteta. „Það sem þeir hafa gert síðan þeir komu aftur upp í ensku úrvalsdeildina er stórmerkileg saga og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það,“ sagði Arteta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira