Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 06:42 Tveir lögreglumenn standa hér fyrir framan Ashburton Army, stuðningsmannahóp Arsenal, á leik Arsenal og Everton í ensku úrvalsdeildinni en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Mark Leech Lögreglumaður í London hefur misst vinnuna sína eftir að það komst upp hvað hann gerir í frítíma sínum. Hann var fótboltabulla og hefur verið dæmdur sem slíkur. Lögreglumaðurinn skaut flugeld í átt að stuðningsmönnum Bayern München þegar liðin mættust í Meistaradeildinni í Þýskalandi í apríl á síðasta ári. Þýska lögreglan handtók hann í kjölfarið og hann þurfti að borga hundrað evrur í sekt. Hann var með lambhúshettu og sólgleraugu til að reyna að fela hver hann væri. Daily Mail segir frá því að fótboltabullan hafi fengið þriggja ára bann frá öllum fótboltaleikjum á Bretlandseyjum. Það sem er kannski enn verra fyrir hann að hann var líka rekinn úr lögreglunni og missti því starfið sitt. Það kom líka í ljós að þetta var ekki einstakur leikur. Hann hafði margoft gerst sekur um óspektir á fótboltaleikjum frá október 2022 til apríl 2024. Meðal þess var þegar hann kallaði „þyrla“ á útileik á móti Leicester City fyrir tveimur árum síðan. Það er mjög ósmekklegt enda lést Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi félagsins, í þyrluslysi fyrir utan leikvanginn ásamt fjórum öðrum í október 2018. Lögreglumaðurinn verður næstu árin að halda sér langt frá heimavelli Arsenal, Emirates leikvanginum. Hann verður að halda sér í 3,2 kílómetra fjarlægð. Hann má heldur ekki heimsækja aðra borg eða annað hverfi í London, fjórum klukkutímum fyrr eða fjórum klukkutímum eftir alla útileiki Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Lögreglumaðurinn skaut flugeld í átt að stuðningsmönnum Bayern München þegar liðin mættust í Meistaradeildinni í Þýskalandi í apríl á síðasta ári. Þýska lögreglan handtók hann í kjölfarið og hann þurfti að borga hundrað evrur í sekt. Hann var með lambhúshettu og sólgleraugu til að reyna að fela hver hann væri. Daily Mail segir frá því að fótboltabullan hafi fengið þriggja ára bann frá öllum fótboltaleikjum á Bretlandseyjum. Það sem er kannski enn verra fyrir hann að hann var líka rekinn úr lögreglunni og missti því starfið sitt. Það kom líka í ljós að þetta var ekki einstakur leikur. Hann hafði margoft gerst sekur um óspektir á fótboltaleikjum frá október 2022 til apríl 2024. Meðal þess var þegar hann kallaði „þyrla“ á útileik á móti Leicester City fyrir tveimur árum síðan. Það er mjög ósmekklegt enda lést Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi félagsins, í þyrluslysi fyrir utan leikvanginn ásamt fjórum öðrum í október 2018. Lögreglumaðurinn verður næstu árin að halda sér langt frá heimavelli Arsenal, Emirates leikvanginum. Hann verður að halda sér í 3,2 kílómetra fjarlægð. Hann má heldur ekki heimsækja aðra borg eða annað hverfi í London, fjórum klukkutímum fyrr eða fjórum klukkutímum eftir alla útileiki Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira