„Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 15:33 Sigríður ríkissaksóknari staðfestir að hún sé enn með mál á sínu borði sem snertir „like“ Helga Magnúsar. Hann veit hins vegar ekki hvaðan á sig stendur veðrið. vísir/vilhelm/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur kominn undir nálarauga Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eftir að henni barst ábending um „like“ sem Helgi Magnús setti á Facebook. Helgi Magnús skilur ekki hvaða frétt þetta er. Sigríður Friðjónsdóttir staðfestir þetta í skriflegri fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem um ræðir eru tvö „like-merki“ sem Helgi Magnús setti við færslu Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um hryðjuverkasamtökin Hamas. Stefán Einar furðar sig á látæði Hamasliða þegar þeir skiluðu líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott 7. október 2023. Svívirðileg meðferð Hamas á líkum gísla „Hér má sjá hryðjuverkamennina í Hamas, sem íslensk stjórnvöld styrkja með mánaðarlegum fjárframlögum. Að þessu sinni eru þeir að skila rotnandi líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott þann 7. október 2023. Yngsti slíkur og í hópi hinna látnu er 9 mánaða drengur. Þetta eru mennirnir sem Ísraelar hafa farið á eftir en ekki getað náð til vegna þess að þeir stilla eigin fjölskyldum upp á milli sín og Gyðinganna. Þegar fólk horfist í augu við illskuna holdi klædda þá eru auknar líkur á því að það skilji að heimurinn er ekki bara bjartur og góður. Að stríð eiga sér stað, þar sem átök góðs og ills eiga sér stað,“ segir Stefán meðal annars. Helgi Magnús setti læk við þetta sem og athugasemd þar undir sem Kristján Johannessen fréttastjóri Morgunblaðsins skrifaði: „Þetta eru ekki menn, þetta eru einhvers konar dýr. Skepnur.“ Helgi Magnús var í ræktinni þegar Vísir náði í hann. „Eitthvað verður maður að gera,“ sagði Helgi Magnús en hann hefur frá því að hann kom aftur til starfa úr leyfi skömmu fyrir jól verið úti í kuldanum hjá Sigríði Friðjónsdóttur, sem fær honum engin verkefni. Furðuleg röksemdafærsla Helgi Magnús telur frétt RÚV vera misvísandi þar sem segir að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur þá dómsmálaráðherra hafi verið til að flækja málið. „Það er einkennileg túlkun. Ákvörðun Guðrúnar var að ljúka málinu. Það sem flækir málið er að Sigríður sættir sig ekki við það. Það er vandamálið.“ Síðan hefur Helgi verið að drepa tímann. Hann segir að „like“ sé auðvitað túlkun undirorpin, hann geti verið að „like-a“ það að einhver hafi verið að tjá sig. Ekki sé um undirskriftarlista að ræða. „Ég skil ekki hvaða frétt þetta er?“ segir Helgi Magnús. Honum þykja það engin tíðindi að Hamas-liðar séu sagðir skepnur og það sé afar vafasamt að grauta saman þeim og fólkinu á Gaza; en Hamas-liðar séu einmitt að vinna því fólki ógagn. „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina? Nei, varla.“ Samfélagsmiðlar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir staðfestir þetta í skriflegri fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem um ræðir eru tvö „like-merki“ sem Helgi Magnús setti við færslu Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um hryðjuverkasamtökin Hamas. Stefán Einar furðar sig á látæði Hamasliða þegar þeir skiluðu líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott 7. október 2023. Svívirðileg meðferð Hamas á líkum gísla „Hér má sjá hryðjuverkamennina í Hamas, sem íslensk stjórnvöld styrkja með mánaðarlegum fjárframlögum. Að þessu sinni eru þeir að skila rotnandi líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott þann 7. október 2023. Yngsti slíkur og í hópi hinna látnu er 9 mánaða drengur. Þetta eru mennirnir sem Ísraelar hafa farið á eftir en ekki getað náð til vegna þess að þeir stilla eigin fjölskyldum upp á milli sín og Gyðinganna. Þegar fólk horfist í augu við illskuna holdi klædda þá eru auknar líkur á því að það skilji að heimurinn er ekki bara bjartur og góður. Að stríð eiga sér stað, þar sem átök góðs og ills eiga sér stað,“ segir Stefán meðal annars. Helgi Magnús setti læk við þetta sem og athugasemd þar undir sem Kristján Johannessen fréttastjóri Morgunblaðsins skrifaði: „Þetta eru ekki menn, þetta eru einhvers konar dýr. Skepnur.“ Helgi Magnús var í ræktinni þegar Vísir náði í hann. „Eitthvað verður maður að gera,“ sagði Helgi Magnús en hann hefur frá því að hann kom aftur til starfa úr leyfi skömmu fyrir jól verið úti í kuldanum hjá Sigríði Friðjónsdóttur, sem fær honum engin verkefni. Furðuleg röksemdafærsla Helgi Magnús telur frétt RÚV vera misvísandi þar sem segir að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur þá dómsmálaráðherra hafi verið til að flækja málið. „Það er einkennileg túlkun. Ákvörðun Guðrúnar var að ljúka málinu. Það sem flækir málið er að Sigríður sættir sig ekki við það. Það er vandamálið.“ Síðan hefur Helgi verið að drepa tímann. Hann segir að „like“ sé auðvitað túlkun undirorpin, hann geti verið að „like-a“ það að einhver hafi verið að tjá sig. Ekki sé um undirskriftarlista að ræða. „Ég skil ekki hvaða frétt þetta er?“ segir Helgi Magnús. Honum þykja það engin tíðindi að Hamas-liðar séu sagðir skepnur og það sé afar vafasamt að grauta saman þeim og fólkinu á Gaza; en Hamas-liðar séu einmitt að vinna því fólki ógagn. „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina? Nei, varla.“
Samfélagsmiðlar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira