Innlent

Diljá Mist boðar til fundar

Árni Sæberg skrifar
Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar annað kvöld. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni framboð til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á fundinum.

Í viðburði á Facebook segir Diljá Mist að eftir eftir marga fundi víða um land, skemmtilegar umræður og frábær kynni við fjölbreyttan hóp af fólki langi hana að hitta fólk í Sykursalnum í Grósku í Reykjavík klukkan 20 annað kvöld.

Hita upp fyrir landsfund

Yfirskrift viðburðarins er Landsfundarfögnuður og Diljá Mist segir fundinn tilvalið tækifæri til að hita upp fyrir landsfund.

Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í Laugardalshöll um helgina og á sunnudag verður ný forysta flokksins kjörin. Reiknað er með talsverði spennu í baráttu þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um embætti formanns. Þá hefur Jens Garðar Helgason, þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, boðað framboð til varaformanns.

Þriggja manna slagur?

Gera má ráð fyrir því að Diljá Mist blandi sér í þann slag á morgun og Jón Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra flokksins, liggur undir feldi varðandi framboð.

Þá hefur Vilhjálmur Árnason boðið sig fram til áframhaldandi setu sem ritari og fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson gefur kost á sér í embætti formanns.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×