Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2025 10:01 Fjölmargar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur hafa verið til útleigu í gegnum AirBnb undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Einfalda þarf regluverk til að geta breytt atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og setja kvaðir á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Auka þarf framboð íbúða verulega og endurskoða byggingarreglugerð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Vegvísi, skýrslu Hús- og mannvirkjastofnunar, sem kynntur var í morgun. Þar kemur fram að vægi leigumarkaðarins hefur aukist á síðustu tveimur áratugum, í fyrsta skipti í heila öld. Ör fólksfjölgun vegna fjölgunar innflytjenda og hækkun húsnæðisverðs umfram leiguverð hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Í þessu umhverfi hafa stór hagnaðardrifin leigufélög rutt sér til rúms en auk þess hefur hið opinbera stuðlað að uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga. Leiguverð hérlendis hefur hækkað meira en í viðmiðunarlöndum okkar á síðustu áratugum þótt tekið sé tillit til launaþróunar og þróunar húsnæðisverðs. Hlutfall heimila á leigumarkaði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað er sömuleiðis hátt í alþjóðlegum samanburði, en sker sig ekki úr gagnvart hinum Norðurlöndunum. Vísbendingar um að AirBnb þrýsti leiguverði upp Á Íslandi leigja um 40 prósent leigjenda af einstaklingum, að ómeðtöldum þeim sem leigja af ættingjum og vinum. Fleiri samningar eru gerðir til skamms tíma en eru ótímabundnir. Leiguverð íbúða í eigu einstaklinga og hagnaðardrifinna leigufélaga hefur hækkað töluvert að raunvirði á síðustu misserum samhliða aukinni greiðslubyrði fasteignalána. Þó hefur leiguverð hækkað mun minna en fasteignaverð á síðustu tveimur áratugum. Á sama tíma hefur leiguverð íbúða sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða ekki haldið í við verðbólgu og því lækkað að raunvirði. Skammtímaleiga hefur haft áhrif á leigumarkaðinn hérlendis og í öðrum löndum á síðustu árum. Vísbendingar eru um að aukið framboð skammtímaleiguíbúða, á borð við AirBnb, hafi haldið framboði á leigumarkaði í skefjum, sem þrýstir leiguverði upp. Útlit er fyrir því að leiguverð muni hækka á næstu misserum þar sem hlutfall leiguverðs af fasteignaverði er sögulega lágt og framboð íbúðarhúsnæðis annar ekki eftirspurn, bæði vegna ónægrar uppbyggingar sem og að samkeppni er við heimagistingu um nýtingu íbúðarhúsnæðis. Fjórar tillögu HMS HMS leggur til nokkrar aðgerðir til úrbóta: Lagt er til að framboð íbúða verði verulega aukið og að uppbygging taki mið af raunverulegum þörfum markaðarins með tilliti til eiginleika, verðs og búsetuforma. Endurskoða þyrfti byggingareglugerð með það að markmiði að einfalda hlýtingu og auka eftirlit. Jafnframt þarf að stuðla að aukinni aðkomu lífeyrissjóða á leigumarkaðinn með skýrri og stöðugri umgjörð sem tryggir langtímafjárfestingu í leiguhúsnæði. Lagt er til að húsnæðisstuðningur verði markvissari og beinist að því að stuðla að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í gegnum almenna íbúðakerfið. Enn fremur er lagt til að uppbygging leiguhúsnæðis fyrir óhagnaðardrifin leigufélög verði aukin með fjárframlögum hins opinbera í almenna íbúðakerfið í samstarfi við sveitarfélögin um forgang úthlutunar lóða. Þar að auki er brýnt að sameina kerfi húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings sveitarfélaga til að tryggja skilvirkara og samræmdara stuðningskerfi sem mætir þörfum leigjenda. Lagt er til að stjórnvöld geri byggingaraðilum kleift að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði í meira mæli með einfaldara regluverki og hraðari skipulagsferlum. Einnig er lagt til að kvaðir verði settar á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaútleigu. Lagt er til að almenn skráningarskylda húsaleigusamninga verði lögfest hérlendis svo að aukin yfirsýn fáist yfir leigumarkaðinn og til að auka réttaröryggi leigjenda. Vegvísinn má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl HMS_Skýrsla_VegvísirPDF23.6MBSækja skjal Húsnæðismál Leigumarkaður Airbnb Innflytjendamál Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Vegvísi, skýrslu Hús- og mannvirkjastofnunar, sem kynntur var í morgun. Þar kemur fram að vægi leigumarkaðarins hefur aukist á síðustu tveimur áratugum, í fyrsta skipti í heila öld. Ör fólksfjölgun vegna fjölgunar innflytjenda og hækkun húsnæðisverðs umfram leiguverð hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Í þessu umhverfi hafa stór hagnaðardrifin leigufélög rutt sér til rúms en auk þess hefur hið opinbera stuðlað að uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga. Leiguverð hérlendis hefur hækkað meira en í viðmiðunarlöndum okkar á síðustu áratugum þótt tekið sé tillit til launaþróunar og þróunar húsnæðisverðs. Hlutfall heimila á leigumarkaði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað er sömuleiðis hátt í alþjóðlegum samanburði, en sker sig ekki úr gagnvart hinum Norðurlöndunum. Vísbendingar um að AirBnb þrýsti leiguverði upp Á Íslandi leigja um 40 prósent leigjenda af einstaklingum, að ómeðtöldum þeim sem leigja af ættingjum og vinum. Fleiri samningar eru gerðir til skamms tíma en eru ótímabundnir. Leiguverð íbúða í eigu einstaklinga og hagnaðardrifinna leigufélaga hefur hækkað töluvert að raunvirði á síðustu misserum samhliða aukinni greiðslubyrði fasteignalána. Þó hefur leiguverð hækkað mun minna en fasteignaverð á síðustu tveimur áratugum. Á sama tíma hefur leiguverð íbúða sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða ekki haldið í við verðbólgu og því lækkað að raunvirði. Skammtímaleiga hefur haft áhrif á leigumarkaðinn hérlendis og í öðrum löndum á síðustu árum. Vísbendingar eru um að aukið framboð skammtímaleiguíbúða, á borð við AirBnb, hafi haldið framboði á leigumarkaði í skefjum, sem þrýstir leiguverði upp. Útlit er fyrir því að leiguverð muni hækka á næstu misserum þar sem hlutfall leiguverðs af fasteignaverði er sögulega lágt og framboð íbúðarhúsnæðis annar ekki eftirspurn, bæði vegna ónægrar uppbyggingar sem og að samkeppni er við heimagistingu um nýtingu íbúðarhúsnæðis. Fjórar tillögu HMS HMS leggur til nokkrar aðgerðir til úrbóta: Lagt er til að framboð íbúða verði verulega aukið og að uppbygging taki mið af raunverulegum þörfum markaðarins með tilliti til eiginleika, verðs og búsetuforma. Endurskoða þyrfti byggingareglugerð með það að markmiði að einfalda hlýtingu og auka eftirlit. Jafnframt þarf að stuðla að aukinni aðkomu lífeyrissjóða á leigumarkaðinn með skýrri og stöðugri umgjörð sem tryggir langtímafjárfestingu í leiguhúsnæði. Lagt er til að húsnæðisstuðningur verði markvissari og beinist að því að stuðla að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í gegnum almenna íbúðakerfið. Enn fremur er lagt til að uppbygging leiguhúsnæðis fyrir óhagnaðardrifin leigufélög verði aukin með fjárframlögum hins opinbera í almenna íbúðakerfið í samstarfi við sveitarfélögin um forgang úthlutunar lóða. Þar að auki er brýnt að sameina kerfi húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings sveitarfélaga til að tryggja skilvirkara og samræmdara stuðningskerfi sem mætir þörfum leigjenda. Lagt er til að stjórnvöld geri byggingaraðilum kleift að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði í meira mæli með einfaldara regluverki og hraðari skipulagsferlum. Einnig er lagt til að kvaðir verði settar á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaútleigu. Lagt er til að almenn skráningarskylda húsaleigusamninga verði lögfest hérlendis svo að aukin yfirsýn fáist yfir leigumarkaðinn og til að auka réttaröryggi leigjenda. Vegvísinn má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl HMS_Skýrsla_VegvísirPDF23.6MBSækja skjal
Húsnæðismál Leigumarkaður Airbnb Innflytjendamál Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira