Innlent

Þriggja ára stríð, mynd­band af ráni og ljót borg

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Forseti Úkraínu vonar að stríðinu ljúki og það takist að semja um frið áður en árið er á enda, en í dag eru þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld hafa boðað aukinn varnarstuðning til Úkraínu sem verður hátt í fjórir milljarðar á þessu ári og mun meðal annars nýtast til vopnakaupa. Við ræðum við forsætisráðherra sem er stödd í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Apótekari sem varðist vopnuðum ræningjum á föstudag segir atvikið ekki hafa mikil áhrif á sig. Hún kljáðist við ræningjana sem hurfu tómhentir á braut. Við heyrum söguna og sjáum myndir af ráninu.

Enginn formlegur fundur er á dagskrá í deilu kennara og viðsemjenda. Við ræðum við skólameistara norður í landi sem undrast þögn samninganefndar ríkisins og segja ekki boðlegt að vera í störukeppni á meðan molni undan unga fólkinu.

Þá verðum við í beinni frá viðburði í Bíó Paradís sem haldinn er til þess að sýna samstöðu með úkraínsku þjóðinni, hittum arkitekt sem hefur áhyggjur af því að Reykjavík sé að verða að ljótri borg og sjáum myndir frá búningasýningu gæludýra.

Í Sportpakkanum hittum við nýjustu hlaupastjörnu Íslands og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til þingmannsins Jóns Péturs Zimsen.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×