Metin sex sem Salah setti í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 13:01 Mohamed Salah hefur skorað þrjátíu mörk og gefið 21 stoðsendingu í 38 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. getty/Catherine Ivill Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og átti enn einn stórleikinn þegar liðið sigraði Manchester City. Hann setti sex met í leiknum á Etihad í gær. Salah kom Liverpool yfir á 14. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu og sendingu frá Dominik Szoboszlai. Dæmið snerist við á 37. mínútu þegar sá ungverski kom Rauða hernum í 0-2 eftir sendingu frá Egyptanum. Fleiri urðu mörkin ekki, Liverpool vann 0-2 sigur og náði ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Salah hefur nú skorað 25 mörk og gefið sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með þrjátíu mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum. Samkvæmt úttekt tölfræðisíðunnar Squawka setti Salah hvorki fleiri né færri en sex met í leiknum á Etihad í gær. Þau eru eftirfarandi: Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem kemur með beinum hætti að fjörutíu mörkum á tveimur tímabilum Salah er fyrsti leikmaðurinn í fimm sterkustu deildum Evrópu til að koma að fimmtíu mörkum á þessu tímabili Salah hefur núna bæði skorað og lagt upp í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem er það mesta sem leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur náð síðan Lionel Messi afrekaði það tímabilið 2014-15 Salah hefur þegar lagt upp sextán mörk sem er það mesta sem leikmaður Liverpool hefur gert á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar og leggur upp í báðum leikjunum gegn ríkjandi meisturum á sama tímabilinu Salah er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 25 mörk og gefur fimmtán stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni So, just to recap, here are ALL the records that Mohamed Salah set vs Manchester City tonight:◉ Mo Salah is the first player in Premier League history to register 40+ goal involvements in TWO different seasons.◉ Mo Salah is the first player in Europe’s top five leagues to… pic.twitter.com/sSdASdboOC— Squawka (@Squawka) February 23, 2025 Salah mun svo væntanlega slá metið yfir flest mörk og stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer og Andy Cole eiga metið en þeir komu báðir að 47 mörkum á einu tímabili þegar 22 lið voru í ensku úrvalsdeildinni og leikirnir því 42 en ekki 38 eins og núna. Svo gæti farið að þetta ótrúlega tímabil Salahs yrði hans síðasta í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans við Liverpool rennur sem kunnugt út í sumar og hefur ekki enn verið framlengdur. Salah og félagar í Liverpool eru í kjörstöðu til að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020 og í tuttugasta sinn alls. Þeir eru með ellefu stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eiga þó leik til góða. Auk þess að vera á toppnum í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í úrslit enska deildabikarsins og mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. B-deildarlið Plymouth Argyle sló hins vegar Liverpool úr leik í sextán liða úrslitum í ensku bikarkeppninni. Enski boltinn Tengdar fréttir „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Salah kom Liverpool yfir á 14. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu og sendingu frá Dominik Szoboszlai. Dæmið snerist við á 37. mínútu þegar sá ungverski kom Rauða hernum í 0-2 eftir sendingu frá Egyptanum. Fleiri urðu mörkin ekki, Liverpool vann 0-2 sigur og náði ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Salah hefur nú skorað 25 mörk og gefið sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með þrjátíu mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum. Samkvæmt úttekt tölfræðisíðunnar Squawka setti Salah hvorki fleiri né færri en sex met í leiknum á Etihad í gær. Þau eru eftirfarandi: Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem kemur með beinum hætti að fjörutíu mörkum á tveimur tímabilum Salah er fyrsti leikmaðurinn í fimm sterkustu deildum Evrópu til að koma að fimmtíu mörkum á þessu tímabili Salah hefur núna bæði skorað og lagt upp í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem er það mesta sem leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur náð síðan Lionel Messi afrekaði það tímabilið 2014-15 Salah hefur þegar lagt upp sextán mörk sem er það mesta sem leikmaður Liverpool hefur gert á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar og leggur upp í báðum leikjunum gegn ríkjandi meisturum á sama tímabilinu Salah er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 25 mörk og gefur fimmtán stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni So, just to recap, here are ALL the records that Mohamed Salah set vs Manchester City tonight:◉ Mo Salah is the first player in Premier League history to register 40+ goal involvements in TWO different seasons.◉ Mo Salah is the first player in Europe’s top five leagues to… pic.twitter.com/sSdASdboOC— Squawka (@Squawka) February 23, 2025 Salah mun svo væntanlega slá metið yfir flest mörk og stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer og Andy Cole eiga metið en þeir komu báðir að 47 mörkum á einu tímabili þegar 22 lið voru í ensku úrvalsdeildinni og leikirnir því 42 en ekki 38 eins og núna. Svo gæti farið að þetta ótrúlega tímabil Salahs yrði hans síðasta í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans við Liverpool rennur sem kunnugt út í sumar og hefur ekki enn verið framlengdur. Salah og félagar í Liverpool eru í kjörstöðu til að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020 og í tuttugasta sinn alls. Þeir eru með ellefu stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eiga þó leik til góða. Auk þess að vera á toppnum í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í úrslit enska deildabikarsins og mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. B-deildarlið Plymouth Argyle sló hins vegar Liverpool úr leik í sextán liða úrslitum í ensku bikarkeppninni.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
„Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32