Neytendur

E. coli í frönskum osti

Árni Sæberg skrifar
Ein framleiðslulota þessa osts hefur verið innkölluð.
Ein framleiðslulota þessa osts hefur verið innkölluð. MAST

Ein framleiðslulota af franska blámygluostinum Morbier Tradition Émotion hefur verið innkölluð vegna gruns um að í henni sé að finna E. coli bakteríuna.

Í tilkynningu á vef MAST segir að stofnunin vari við einni framleiðslulotu og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi, í samráði við innflytjanda ostsins, Aðföng ehf., innkallað ostinn. 

Einungis sé verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Morbier Tradition Émotion
  • Nettómagn: 100g
  • Umbúðir: Plastumbúðir
  • Strikamerki: 3292790340085
  • Best fyrir dagsetning: 23/02/2025
  • Lotunúmer: 32021A105436
  • Geymsluskilyrði: KÆLIVARA, 0-4°C
  • Framleiðandi og framleiðsluland: Jean Perrin (FR 25 155 001 CE), Frakkland
  • Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 reykjavík
  • Dreifing: Verslanir Hagkaups

Neytendur sem keypt hafi umrædda vöru séu beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skilað henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×