Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 14:18 Erling Haaland í stúkunni á Etihad á leik Manchester City og Liverpool í gær. getty/Catherine Ivill Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmanni Manchester City og Liverpool, varð aðeins á í messunni á meðan leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær stóð. Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai. Sturridge, sem var álitsgjafi á Sky Sports um leikinn, fannst vanta slagkraft í sókn City og var með lausn á vandamálinu. „Þeir hafa verið snuðrandi og fengið tækifæri en þegar þeir hafa náð fyrirgjöfum er enginn inni í teig til að taka á móti þeim. Svo við gætum séð Haaland á einhverjum tímapunkti,“ sagði Sturridge og vísaði til norska framherjans Erlings Haalands. Vandamálið var bara að Haaland var ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla. Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni á Etihad. Haaland meiddist í leiknum gegn Newcastle United um þarsíðustu helgi og lék ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Þáttastjórnandinn David Jones leiðrétti Sturridge og sendi svo boltann á lýsendur áður en gamli landsliðsframherjinn gat brugðist við. Sturridge, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum, hefur verið í stóru hlutverki hjá Sky Sports í vetur og oft verið álitsgjafi um stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge lék bæði með City og Liverpool auk Chelsea, Bolton Wanderers, West Brom, Trabzonspor og Perth Glory. Hann skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir enska landsliðið á árunum 2011-17. Liverpool vann leikinn á Etihad í gær, 0-2, og náði þar með ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City er aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og útséð um að liðið verði Englandsmeistari fimmta árið í röð. Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður hennar á eftir Salah sem hefur skorað 25 mörk. Enski boltinn Tengdar fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai. Sturridge, sem var álitsgjafi á Sky Sports um leikinn, fannst vanta slagkraft í sókn City og var með lausn á vandamálinu. „Þeir hafa verið snuðrandi og fengið tækifæri en þegar þeir hafa náð fyrirgjöfum er enginn inni í teig til að taka á móti þeim. Svo við gætum séð Haaland á einhverjum tímapunkti,“ sagði Sturridge og vísaði til norska framherjans Erlings Haalands. Vandamálið var bara að Haaland var ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla. Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni á Etihad. Haaland meiddist í leiknum gegn Newcastle United um þarsíðustu helgi og lék ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Þáttastjórnandinn David Jones leiðrétti Sturridge og sendi svo boltann á lýsendur áður en gamli landsliðsframherjinn gat brugðist við. Sturridge, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum, hefur verið í stóru hlutverki hjá Sky Sports í vetur og oft verið álitsgjafi um stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge lék bæði með City og Liverpool auk Chelsea, Bolton Wanderers, West Brom, Trabzonspor og Perth Glory. Hann skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir enska landsliðið á árunum 2011-17. Liverpool vann leikinn á Etihad í gær, 0-2, og náði þar með ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City er aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og útséð um að liðið verði Englandsmeistari fimmta árið í röð. Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður hennar á eftir Salah sem hefur skorað 25 mörk.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01
„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02
„Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17
„Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32