Eftir leikinn er Napoli einu stigi á eftir Internazionale sem vann nauman 1-0 sigur á Genoa í gær.
Napoli liðið hafði gert jafntefli í þremur leikjum í röð en þetta var fyrsti tapleikur liðsins í deildinni síðan 8. desember síðastliðinn.
Cesc Fàbregas er þjálfari Como, sem var ellefu sætum neðar en Napoli í töflunni.
Como komst í 1-0 á sjöundu mínútu eftir að Amir Rrahmani skoraði sjálfsmark en Giacomo Raspadori jafnaði metin aðeins tíu mínútum síðar.
Sigurmarkið skoraði síðan Assane Diao á 77. mínútu eftir stoðsendingu frá Nico Paz.
Como var að vinna sinn annan leik í röð eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Fiorentina í leiknum á undan. Fram að honum hafði Como aðeins unnið einn af sex leikjum sínum.