Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 12:07 Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur kost á sér í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu er greint í tilkynningu. Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hann hefur einnig gegnt öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þá var hann varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár. Jens Garðar segir að stíga þurfi stór skref til að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Kraftinn megi ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi, 28. febrúar til 2. mars. Jens Garðar er fyrstur til að lýsa yfir framboði til varaformanns, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru í framboði til formanns. Tilkynning Jens Garðars í heild sinni: Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu. Fréttin hefur verið uppfærð Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu. Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hann hefur einnig gegnt öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þá var hann varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár. Jens Garðar segir að stíga þurfi stór skref til að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Kraftinn megi ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi, 28. febrúar til 2. mars. Jens Garðar er fyrstur til að lýsa yfir framboði til varaformanns, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru í framboði til formanns. Tilkynning Jens Garðars í heild sinni: Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu. Fréttin hefur verið uppfærð
Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira