Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 12:07 Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur kost á sér í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu er greint í tilkynningu. Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hann hefur einnig gegnt öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þá var hann varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár. Jens Garðar segir að stíga þurfi stór skref til að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Kraftinn megi ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi, 28. febrúar til 2. mars. Jens Garðar er fyrstur til að lýsa yfir framboði til varaformanns, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru í framboði til formanns. Tilkynning Jens Garðars í heild sinni: Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu. Fréttin hefur verið uppfærð Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu. Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hann hefur einnig gegnt öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þá var hann varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár. Jens Garðar segir að stíga þurfi stór skref til að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Kraftinn megi ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi, 28. febrúar til 2. mars. Jens Garðar er fyrstur til að lýsa yfir framboði til varaformanns, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru í framboði til formanns. Tilkynning Jens Garðars í heild sinni: Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu. Fréttin hefur verið uppfærð
Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira