Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. febrúar 2025 22:32 Tryggvi Helgason læknir starfar á Barnaspítala Hringsins. Hann segir áhyggjuefni hversu mörg börn taka melatónín hér á landi. Vísir/Bjarni Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. Landlæknisembættið heldur utan um notkun lyfja sem eru lyfseðilsskyld og sýna gögn embættisins að þeim fjölgaði sem fengu melatónín síðastliðinn áratug. Á síðasta ári fengur 252 börn fimm ára og yngri lyfið og 2.855 börn á aldrinum sex til sautján ára. Fyrir tveimur árum varð breyting sem mögulega hafði áhrif á tölurnar. Þá úrskurðaði Lyfjastofnun að melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag ætti að flokka sem fæðubótarefni í stað lyfs og því hægt að kaupa það í apótekum og matvöruverslunum. Mikilvægt að fylgjast með notkuninni Þannig er nú hægt að kaupa sprey, töflur og hlaup með melatónín í búðum hér á landi án lyfseðils. Magnið í einni töflu sem seld er inniheldur melatónín sem er tíu til þrjátíu sinnum meira en líkaminn framleiðir á einum sólarhring. Matvælastofnun hefur eftirlit með fæðubótarefnum og þar með melatóníni í verslunum. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru öll fæðubótarefni sem flutt eru inn skráð í einn tollflokk og því engar upplýsingar þar um það að finna hversu mikið af melatóníni er flutt til landsins. Þá er ómögulegt að vita hver kaupir efnin, hver fær þau og í hve miklu magni. Barnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé vel með notkun melatóníns hjá börnum líka í lægsta styrkleika. „Þetta er efni sem hefur áhrif í líkamanum og þetta er í skömmtum sem eru ætlaðir fyrir börn og mér finnst bara sjálfsagt að yfirvöld séu með eftirlit með hver notkunin er og í hvaða hópi og svo framvegis. Af því að ef að við sjáum svo seinna að það séu virkilega áhrif sem við viljum ekki inn í framtíðina þá verðum við að geta fylgst með því og geta ráðlagt á réttan hátt,“ segir Tryggvi Helgason barnalæknir. Lítið vitað um langtímaáhrifin Tryggvi hefur áhyggjur af hversu mikið sé notað af lyfinu og segir ekki almennilega vitað hver langtímaáhrifin séu. „Til skemmri tíma má vel vera að þetta sé í lagi en við vitum ekkert endilega hvað þetta gerir og það eru ekki til almennilegar góðar rannsóknir um hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Tryggvi. Þó sum börn þurfi á lyfjum sem þessu á halda eigi það ekki við öll börn sem taka lyfið. Foreldrar þurfi að hafa í huga að það sé eðlilegt að öll börn eigi stundum erfitt með svefn, það fylgi því að þroskast og ganga í gegnum hluti. „Þó það sé hópur sem þarf mögulega á þessu að halda er hann líklega stærri hópurinn sem notar það án þess að það sé endilega nauðsynlegt. Það er svo margt annað sem hægt er að gera áður en gripið er til lyfja og það eru kannski helstu skilaboðin að foreldrar eiga ekki að hafa lágan þröskuld. Foreldrar eiga að hafa háan þröskuld á því að nota lyf til þess að stýra börnunum sínum.“ Lyf Börn og uppeldi Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Landlæknisembættið heldur utan um notkun lyfja sem eru lyfseðilsskyld og sýna gögn embættisins að þeim fjölgaði sem fengu melatónín síðastliðinn áratug. Á síðasta ári fengur 252 börn fimm ára og yngri lyfið og 2.855 börn á aldrinum sex til sautján ára. Fyrir tveimur árum varð breyting sem mögulega hafði áhrif á tölurnar. Þá úrskurðaði Lyfjastofnun að melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag ætti að flokka sem fæðubótarefni í stað lyfs og því hægt að kaupa það í apótekum og matvöruverslunum. Mikilvægt að fylgjast með notkuninni Þannig er nú hægt að kaupa sprey, töflur og hlaup með melatónín í búðum hér á landi án lyfseðils. Magnið í einni töflu sem seld er inniheldur melatónín sem er tíu til þrjátíu sinnum meira en líkaminn framleiðir á einum sólarhring. Matvælastofnun hefur eftirlit með fæðubótarefnum og þar með melatóníni í verslunum. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru öll fæðubótarefni sem flutt eru inn skráð í einn tollflokk og því engar upplýsingar þar um það að finna hversu mikið af melatóníni er flutt til landsins. Þá er ómögulegt að vita hver kaupir efnin, hver fær þau og í hve miklu magni. Barnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé vel með notkun melatóníns hjá börnum líka í lægsta styrkleika. „Þetta er efni sem hefur áhrif í líkamanum og þetta er í skömmtum sem eru ætlaðir fyrir börn og mér finnst bara sjálfsagt að yfirvöld séu með eftirlit með hver notkunin er og í hvaða hópi og svo framvegis. Af því að ef að við sjáum svo seinna að það séu virkilega áhrif sem við viljum ekki inn í framtíðina þá verðum við að geta fylgst með því og geta ráðlagt á réttan hátt,“ segir Tryggvi Helgason barnalæknir. Lítið vitað um langtímaáhrifin Tryggvi hefur áhyggjur af hversu mikið sé notað af lyfinu og segir ekki almennilega vitað hver langtímaáhrifin séu. „Til skemmri tíma má vel vera að þetta sé í lagi en við vitum ekkert endilega hvað þetta gerir og það eru ekki til almennilegar góðar rannsóknir um hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Tryggvi. Þó sum börn þurfi á lyfjum sem þessu á halda eigi það ekki við öll börn sem taka lyfið. Foreldrar þurfi að hafa í huga að það sé eðlilegt að öll börn eigi stundum erfitt með svefn, það fylgi því að þroskast og ganga í gegnum hluti. „Þó það sé hópur sem þarf mögulega á þessu að halda er hann líklega stærri hópurinn sem notar það án þess að það sé endilega nauðsynlegt. Það er svo margt annað sem hægt er að gera áður en gripið er til lyfja og það eru kannski helstu skilaboðin að foreldrar eiga ekki að hafa lágan þröskuld. Foreldrar eiga að hafa háan þröskuld á því að nota lyf til þess að stýra börnunum sínum.“
Lyf Börn og uppeldi Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira