Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2025 06:36 Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa hafa undirritað samrunasamning sem byggir á samkomulagi sem félögin undirrituðu 18. desember síðastliðinn. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félögunum. Þar segir að áreiðanleikakönnun sé lokið og undirritunin bindandi. Samruninn sé hins vegar háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og endanlegu samþykki hluthafa félaganna. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á dagvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Hluthafar Heimkaupa eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í sameinuðu félagi. Fyrir viðskiptin er Skel eigandi að 6% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Eignarhlutur Skel í sameinuðu félagi verður rétt undir 14%. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni, forstjóra Skel, að þar á bæ séu menn afar ánægðir með þennan áfanga í þróun eigna félagsins á sviði smásölu. „Sameinað félag verður öflugt og mun búa yfir þeim skala sem nauðsynlegur er til að nýta þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Greiningar ráðgjafa félaganna hafa sýnt fram á veruleg samlegðaráhrif, þá sér í lagi í innkaupum, og munu þau hafa jákvæð áhrif á afkomu félaganna þegar fram í sækir. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði. Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýjungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði á seinni hluta síðasta árs sýna.“ Þá segist Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sömuleiðis ánægður með niðurstöðuna. „Ég er sannfærður um að sameinað félag eigi eftir að gera góða hluti til hagsbóta fyrir neytendur. Samruninn er í samræmi við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri til vaxtar. Samruninn mun styrkja rekstrarstöðu Samkaupa til lengri tíma litið en við væntum töluverðar samlegðar í samrunanum. Nettó hefur verið í góðri aukningu undanfarið með breyttri verðstefnu og með stækkun verslananetsins mun staða Nettó styrkjast enn frekar. Viðskiptavinir okkar munu að sjálfsögðu njóta góðs af þessum tækifærum. Verslanir okkar á landsbyggðinni, Nettó, Kjörbúðir og Krambúðir, leika lykilhlutverk í framtíðarsýn Samkaupa. Birgðakerfi okkar gerir okkur kleift að flytja vörur milli landshluta ódýrar en nokkur annar aðili og með innkomu verslana Heimkaupa í samstæðuna sjáum við afar spennandi möguleika til vaxtar og ný tækifæri.“ Verslun Samkeppnismál Neytendur Matvöruverslun Skel fjárfestingafélag Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá félögunum. Þar segir að áreiðanleikakönnun sé lokið og undirritunin bindandi. Samruninn sé hins vegar háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og endanlegu samþykki hluthafa félaganna. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á dagvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Hluthafar Heimkaupa eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í sameinuðu félagi. Fyrir viðskiptin er Skel eigandi að 6% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Eignarhlutur Skel í sameinuðu félagi verður rétt undir 14%. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni, forstjóra Skel, að þar á bæ séu menn afar ánægðir með þennan áfanga í þróun eigna félagsins á sviði smásölu. „Sameinað félag verður öflugt og mun búa yfir þeim skala sem nauðsynlegur er til að nýta þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Greiningar ráðgjafa félaganna hafa sýnt fram á veruleg samlegðaráhrif, þá sér í lagi í innkaupum, og munu þau hafa jákvæð áhrif á afkomu félaganna þegar fram í sækir. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði. Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýjungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði á seinni hluta síðasta árs sýna.“ Þá segist Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sömuleiðis ánægður með niðurstöðuna. „Ég er sannfærður um að sameinað félag eigi eftir að gera góða hluti til hagsbóta fyrir neytendur. Samruninn er í samræmi við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri til vaxtar. Samruninn mun styrkja rekstrarstöðu Samkaupa til lengri tíma litið en við væntum töluverðar samlegðar í samrunanum. Nettó hefur verið í góðri aukningu undanfarið með breyttri verðstefnu og með stækkun verslananetsins mun staða Nettó styrkjast enn frekar. Viðskiptavinir okkar munu að sjálfsögðu njóta góðs af þessum tækifærum. Verslanir okkar á landsbyggðinni, Nettó, Kjörbúðir og Krambúðir, leika lykilhlutverk í framtíðarsýn Samkaupa. Birgðakerfi okkar gerir okkur kleift að flytja vörur milli landshluta ódýrar en nokkur annar aðili og með innkomu verslana Heimkaupa í samstæðuna sjáum við afar spennandi möguleika til vaxtar og ný tækifæri.“
Verslun Samkeppnismál Neytendur Matvöruverslun Skel fjárfestingafélag Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira