Nýr meirihluti verður kynntur formlega til sögunnar á aukafundi borgarstjórar á morgun. Hulunni verður einnig svipt af nýjum borgarstjóra. Við förum yfir málið í beinni.
Þá mætir Hörður Ægisson ritstjóri Innherja í myndver og fer yfir stöðu flugfélagsins Play, Kristján Már Unnarsson ræðir loðnukvótann sem er fagnað þrátt fyrir smæð auk þess sem við kíkjum í Höfða þar sem rúta festist á óhefðbundnum stað í dag.
Í Sportpakkanum hitum við upp fyrir stórleik Víkings í Sambandsdeildinni og í Íslandi í dag kynnir Vala Matt sér ýmis sparnaðartrix.