Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Aron Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2025 07:32 Dagmar hress með bollann sinn litskrúðuga á æfingu kraftlyftingafélagsins í World Class á Seltjarnarnesi Vísir/Sigurjón Dagmar Agnarsdóttir er engin venjuleg amma. Hún sneri heim til Íslands af Evrópumóti í kraftlyftingum á dögunum með gullverðlaun og þremur heimsmetum ríkari. Barnabörnin máta vöðvana sína við hennar og eru stolt af því að eiga þessa ofur ömmu. Dagmar hefur stundað kraftlyftingar nær óslitið frá árinu 2013. „Ég var í ballett þegar að ég var lítil stelpa en á engan íþróttaferil að baki. Ég byrjaði á þessu árið 2013 þegar að stelpurnar mínar drógu mig upp úr sófanum og sögðu við mig: „Mamma nú kemur þú með okkur í lyftingar,“ svo hættu þær seinna meir. Önnur þeirra flutti til útlanda og hin varð ólétt. Ég bara hélt áfram. Ég verð 73 ára þann 14.mars næstkomandi og ég held þetta sé mjög góð ákvörðun sem ég tók þarna að fara í þetta af fullum krafti. Þetta er bara skemmtilegt og svo er ég með góðan þjálfara, hann passar upp á mann. Að maður geri hlutina rétt og fer ekki með mann í einhverja vitleysu.“ Hvað er það við kraftlyftingarnar sem heillar og er svona gott? „Ég get sagt þér að þetta er þvílík gleði og er sálarlegt líka. Maður þarf kannski ekki að fara til sálfræðings þegar að maður er í kraftlyftingum. Þetta er bara rosalega gott fyrir sál og líkama.“ Auk þess að stunda kraftlyftingar af miklum móð er Dagmar listmálari, góð blanda segir hún og árangur hennar í kraftlyftingunum talar sínu. Kom, sá og sigraði í Frakklandi Dagmar er nýkomin af Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum sem haldið var í Albi í Frakklandi í þetta skipti. Þar átti hún frábært mót, sló samtals sex heimsmet og er nú þrefaldur heimsmethafi. Árangur Dagmarar á EM í kraftlyftingum: - Setti heimsmet í hnébeygju í sínum flokki þrisvar sinnum - Í réttstöðulyftu sló hún heimsmet í síðustu lyftu sinni þar sem að hún lyfti 125,5 kílóum. - Sló heimsmetið í samanlögðum árangri tvívegis. - Dagmar er því ríkjandi heimsmethafi í sínum flokki í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. - Hún vann til gullverðlauna í öllum greinum og varð í fyrsta sæti í samanlögðum árangri í sínum flokki. „Mótið var frábært. Alveg dásamlegt. Tvö lítil barnabörn komu með og hin tvö horfðu á héðan frá Íslandi. Það var svo dásamlegt að geta gert þetta fyrir þau fannst mér. Og líka fyrir mig en ég vissi svo sem ekkert hvað ég væri að fara lyfta. Vissi ekki að ég væri að slá einhver met. Þjálfarinn minn segir mér bara hvað ég eigi að gera og ég gegni bara. Svona yfirleitt alltaf. Dætur mínar höfðu látið búa til peysur sem á stóð TEAM Dagmar og ég hafði ekki hugmynd um það. Þau voru all-in eins og maður segir á slæmri íslensku.“ Bónusinn, að ná þessum heimsmetum, hlýtur að vera ansi sætur? „Já hann var mjög góður en ég vissi ekki af þessum heimsmetum fyrr en seinna um kvöldið. Ég var ekkert að spá í þessu þannig, þetta var mjög skemmtilegt.“ Gleðin sem Dagmar fær út úr því að stunda þessa íþrótt er henni mikilvægari en met. „Það er mjög gaman ef það er árangur en ég er ekkert að pæla í þessum tölum sem ég á að lyfta, hugsa ekki út í það. Svo legg ég það heldur ekkert á minnið.“ Barnabörnin montin Hvað segja barnabörnin þegar að þau sjá ömmu sína sem þessa kraftakonu? „Strákurinn, 6 ára, er alltaf að máta og sýna mér vöðvana sína og láta mig sýna honum vöðvana mína. Ég held að þau séu bara mjög glöð með þetta.“ En það eru eflaust ekki margir á 73 ára aldri sem eru að þessu? „Ég bara veit það ekki. Ég þekki ekki marga en svo veit maður ekki. Það geta alltaf verið einhverjir sem stunda þetta í felum.“ „Ég ætla bara að halda áfram“ En hver er lykillinn að því að geta gert þetta á þessum aldri? Gleðin skín í gegn hjá Dagmar í kraftlyftingunumMYND: EPF „Þú ert með góðan þjálfara. Svo borðar maður bara rétt. Ég borða allan mat fyrir utan unna matvöru og er ekkert sérstaklega að pæla í því hvað ég borða. Ég borða bara góðan mat og helst frá grunni. Svo er það kannski í genunum líka, að geta lyft þungu. En ég held að þetta komi hjá öllum. Þú byrjar með eitthvað létt og smám saman eykst styrkurinn. Svo gerist þetta bara.“ Maður sér það svo bersýnilega þegar að þú ert að lyfta sem og eftir lyftu hvað það er mikil gleði í þessu. „Maður springur bara út. Maður er svo glaður að geta gert eitthvað og staðið sig. Það er rosaleg gleði sem fylgir þessu.“ Hversu lengi ætlarðu að halda þessu áfram? „Ég ætla bara að halda áfram,“ segir Dagmar og hlær, mikil fyrirmynd þessi öfluga kona. Kraftlyftingar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Dagmar hefur stundað kraftlyftingar nær óslitið frá árinu 2013. „Ég var í ballett þegar að ég var lítil stelpa en á engan íþróttaferil að baki. Ég byrjaði á þessu árið 2013 þegar að stelpurnar mínar drógu mig upp úr sófanum og sögðu við mig: „Mamma nú kemur þú með okkur í lyftingar,“ svo hættu þær seinna meir. Önnur þeirra flutti til útlanda og hin varð ólétt. Ég bara hélt áfram. Ég verð 73 ára þann 14.mars næstkomandi og ég held þetta sé mjög góð ákvörðun sem ég tók þarna að fara í þetta af fullum krafti. Þetta er bara skemmtilegt og svo er ég með góðan þjálfara, hann passar upp á mann. Að maður geri hlutina rétt og fer ekki með mann í einhverja vitleysu.“ Hvað er það við kraftlyftingarnar sem heillar og er svona gott? „Ég get sagt þér að þetta er þvílík gleði og er sálarlegt líka. Maður þarf kannski ekki að fara til sálfræðings þegar að maður er í kraftlyftingum. Þetta er bara rosalega gott fyrir sál og líkama.“ Auk þess að stunda kraftlyftingar af miklum móð er Dagmar listmálari, góð blanda segir hún og árangur hennar í kraftlyftingunum talar sínu. Kom, sá og sigraði í Frakklandi Dagmar er nýkomin af Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum sem haldið var í Albi í Frakklandi í þetta skipti. Þar átti hún frábært mót, sló samtals sex heimsmet og er nú þrefaldur heimsmethafi. Árangur Dagmarar á EM í kraftlyftingum: - Setti heimsmet í hnébeygju í sínum flokki þrisvar sinnum - Í réttstöðulyftu sló hún heimsmet í síðustu lyftu sinni þar sem að hún lyfti 125,5 kílóum. - Sló heimsmetið í samanlögðum árangri tvívegis. - Dagmar er því ríkjandi heimsmethafi í sínum flokki í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. - Hún vann til gullverðlauna í öllum greinum og varð í fyrsta sæti í samanlögðum árangri í sínum flokki. „Mótið var frábært. Alveg dásamlegt. Tvö lítil barnabörn komu með og hin tvö horfðu á héðan frá Íslandi. Það var svo dásamlegt að geta gert þetta fyrir þau fannst mér. Og líka fyrir mig en ég vissi svo sem ekkert hvað ég væri að fara lyfta. Vissi ekki að ég væri að slá einhver met. Þjálfarinn minn segir mér bara hvað ég eigi að gera og ég gegni bara. Svona yfirleitt alltaf. Dætur mínar höfðu látið búa til peysur sem á stóð TEAM Dagmar og ég hafði ekki hugmynd um það. Þau voru all-in eins og maður segir á slæmri íslensku.“ Bónusinn, að ná þessum heimsmetum, hlýtur að vera ansi sætur? „Já hann var mjög góður en ég vissi ekki af þessum heimsmetum fyrr en seinna um kvöldið. Ég var ekkert að spá í þessu þannig, þetta var mjög skemmtilegt.“ Gleðin sem Dagmar fær út úr því að stunda þessa íþrótt er henni mikilvægari en met. „Það er mjög gaman ef það er árangur en ég er ekkert að pæla í þessum tölum sem ég á að lyfta, hugsa ekki út í það. Svo legg ég það heldur ekkert á minnið.“ Barnabörnin montin Hvað segja barnabörnin þegar að þau sjá ömmu sína sem þessa kraftakonu? „Strákurinn, 6 ára, er alltaf að máta og sýna mér vöðvana sína og láta mig sýna honum vöðvana mína. Ég held að þau séu bara mjög glöð með þetta.“ En það eru eflaust ekki margir á 73 ára aldri sem eru að þessu? „Ég bara veit það ekki. Ég þekki ekki marga en svo veit maður ekki. Það geta alltaf verið einhverjir sem stunda þetta í felum.“ „Ég ætla bara að halda áfram“ En hver er lykillinn að því að geta gert þetta á þessum aldri? Gleðin skín í gegn hjá Dagmar í kraftlyftingunumMYND: EPF „Þú ert með góðan þjálfara. Svo borðar maður bara rétt. Ég borða allan mat fyrir utan unna matvöru og er ekkert sérstaklega að pæla í því hvað ég borða. Ég borða bara góðan mat og helst frá grunni. Svo er það kannski í genunum líka, að geta lyft þungu. En ég held að þetta komi hjá öllum. Þú byrjar með eitthvað létt og smám saman eykst styrkurinn. Svo gerist þetta bara.“ Maður sér það svo bersýnilega þegar að þú ert að lyfta sem og eftir lyftu hvað það er mikil gleði í þessu. „Maður springur bara út. Maður er svo glaður að geta gert eitthvað og staðið sig. Það er rosaleg gleði sem fylgir þessu.“ Hversu lengi ætlarðu að halda þessu áfram? „Ég ætla bara að halda áfram,“ segir Dagmar og hlær, mikil fyrirmynd þessi öfluga kona.
Árangur Dagmarar á EM í kraftlyftingum: - Setti heimsmet í hnébeygju í sínum flokki þrisvar sinnum - Í réttstöðulyftu sló hún heimsmet í síðustu lyftu sinni þar sem að hún lyfti 125,5 kílóum. - Sló heimsmetið í samanlögðum árangri tvívegis. - Dagmar er því ríkjandi heimsmethafi í sínum flokki í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. - Hún vann til gullverðlauna í öllum greinum og varð í fyrsta sæti í samanlögðum árangri í sínum flokki.
Kraftlyftingar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira