Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 13:48 Mikill fjöldi fréttamanna hefur fylgst með réttarhöldunum í Madrid sem nú er lokið með því að Luis Rubiales var dæmdur sekur um kynferðisofbeldi. Getty/Alberto Ortega Luis Rubiales, fyrrverandi formaður spænska knattspyrnusambandsins, var í dag dæmdur sekur um kynferðisofbeldi gegn Jenni Hermoso, með því að halda um höfuð hennar og kyssa hana á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. Þá má Rubiales ekki vera í 200 metra radíus við Hermoso né hafa samskipti við hana næsta árið. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023.Getty/Noemi Llamas Rubiales var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa neytt Hermoso til þess að ljúga því opinberlega að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Jorge Vilda, sem þjálfaði heimsmeistaraliðið, og þeir Rubén Rivera og Albert Luque hjá spænska knattspyrnusambandinu, voru einnig sýknaðir af ákæru um hið sama. Saksóknarar höfðu farið fram á að Rubiales yrði dæmdur til fangelsisvistar. Hermoso sagði við réttarhöldin að atvikið hefði varpað skugga á einn besta dag ævi hennar og að kossinn hefði svo sannarlega ekki verið með hennar samþykki. Því reyndi Rubiales að mótmæla en hann hefur nú verið fundinn sekur. Milljónir sjónvarpsáhorfenda sáu kossinn enda átti hann sér stað í beinni útsendingu við verðlaunaafhendinguna, eftir að Spánn varð heimsmeistari í Ástralíu sumarið 2023. Hermoso, sem verður 35 ára í vor, hefur leikið 123 landsleiki fyrir Spán og skorað í þeim 57 mörk. Hún var hins vegar ekki valin í landsliðshópinn sem á morgun mætir Belgíu í Þjóðadeildinni og svo Englandi fimm dögum síðar. Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. Þá má Rubiales ekki vera í 200 metra radíus við Hermoso né hafa samskipti við hana næsta árið. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023.Getty/Noemi Llamas Rubiales var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa neytt Hermoso til þess að ljúga því opinberlega að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Jorge Vilda, sem þjálfaði heimsmeistaraliðið, og þeir Rubén Rivera og Albert Luque hjá spænska knattspyrnusambandinu, voru einnig sýknaðir af ákæru um hið sama. Saksóknarar höfðu farið fram á að Rubiales yrði dæmdur til fangelsisvistar. Hermoso sagði við réttarhöldin að atvikið hefði varpað skugga á einn besta dag ævi hennar og að kossinn hefði svo sannarlega ekki verið með hennar samþykki. Því reyndi Rubiales að mótmæla en hann hefur nú verið fundinn sekur. Milljónir sjónvarpsáhorfenda sáu kossinn enda átti hann sér stað í beinni útsendingu við verðlaunaafhendinguna, eftir að Spánn varð heimsmeistari í Ástralíu sumarið 2023. Hermoso, sem verður 35 ára í vor, hefur leikið 123 landsleiki fyrir Spán og skorað í þeim 57 mörk. Hún var hins vegar ekki valin í landsliðshópinn sem á morgun mætir Belgíu í Þjóðadeildinni og svo Englandi fimm dögum síðar.
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira